Klopp: Hélt að þetta met félli aldrei Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 22:45 Sadio Mané skoraði sigurmark Liverpool gegn West Ham og kyssti grasið á Anfield. vísir/getty Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45