Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 15:42 Geðlæknar óttast fólk leiti sér síður hjálpar. Vísir/Getty Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“ Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19