Tvöfalt fleiri hringja í Hjálparsímann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 13:56 Rauði krossinn hefur fjölgað sjálfboðaliðum úr tveimur í allt að tólf til að manna Hjálparsímann þessa dagana. Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira