Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 18:32 Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira