Erlent

Á­kærð fyrir morð eftir að líkams­leifar fundust í ferða­töskum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Forest of Dean í Gloucester-skíri í suðvesturhluta Englands.
Frá Forest of Dean í Gloucester-skíri í suðvesturhluta Englands. Vísir/getty

Bresk kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að líkamsleifar konu fundust í tveimur ferðatöskum í Forest of Dean á suðvestur Englandi.

Sky-fréttastofan hefur eftir lögreglu að beðið sé niðurstöðu úr DNA-rannsókn svo unnt verði að bera kennsl á fórnarlambið og skera úr um dánarorsök. Talið er að konan hafi verið myrt einhvern tímann fyrir 12. maí.

Konan sem ákærð er fyrir morðið heitir Gareeca Conita Gordon og er 27 ára, búsett í Birmingham. Hún verður leidd fyrir dómara í dag. Karlmaður á fertugsaldri hefur einnig verið ákærður fyrir aðild að morðinu.

Líkamsleifar konurnar fundust í grennd við námu í Forest of Dean á þriðjudagskvöld eftir að löreglu barst tilkynning um bifreið sem ekið var glæfralega á svæðinu. Samtal lögreglu við fólk í bifreiðinni leiddi hana að tveimur ferðatöskum, þar sem líkamsleifarnar var að finna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×