CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 08:49 Starfsfólk veirufræðideildar Landspítala að störfum í kórónuveirufaraldri. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira