Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 08:11 Frá Akureyri. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vísir/Vilhelm Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin, en þau lögðust á útsvarsgreiðendur í sveitarfélögum innan Eyþings. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Pétur Þór ræðir þar uppsögnina í október 2018 og eftirmála hennar. „Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við blaðið. Pétur Þór tók trúnaðarmann með sér á umræddan fund, þar sem ásakanirnar komu fram og honum gefinn kostur á starfslokasamningi , eða þá fá formlega áminningu og í kjölfarið vera sagt upp. Ekkert minnst á kynferðislega áreitni Pétur Þór segir að lögmaður sinn hafi hins vegar svo fengið bréf sem samstarfskonan hafi sent stjórn í hendurnar og að þar hafi ekkert komið fram um kynferðislega áreitni. Stjórnarmenn Eyþings hafi svo reynt að þræta fyrir að hafa komið með ásakanirnar og hafi frásögn Péturs verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir dómi. Hann segir að vissulega hafi komið upp ágreiningur milli hans og umræddrar samstarfskonu en að hann hafi talið það mál að baki. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fyrrverandi formaður Eyþings, hafi hins vegar beðið konuna um að skrifa stjórninni bréf um samstarfsörðugleika við Pétur þannig að stjórnin „hefði eitthvað í höndunum til að koma honum frá“. Kostaði á fjórða tug milljóna Í frétt Morgunblaðsins segir að Pétur hann áætli að uppsögnin hafi í heildina kostað Eyþing á fjórða tug milljóna króna, ef saman er talin dómsáttin, kostnaður vegna þess tíma sem honum var meinað að mæta til vinnu vegna málsins auk áætlaðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns Eyþings. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Akureyri Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin, en þau lögðust á útsvarsgreiðendur í sveitarfélögum innan Eyþings. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Pétur Þór ræðir þar uppsögnina í október 2018 og eftirmála hennar. „Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við blaðið. Pétur Þór tók trúnaðarmann með sér á umræddan fund, þar sem ásakanirnar komu fram og honum gefinn kostur á starfslokasamningi , eða þá fá formlega áminningu og í kjölfarið vera sagt upp. Ekkert minnst á kynferðislega áreitni Pétur Þór segir að lögmaður sinn hafi hins vegar svo fengið bréf sem samstarfskonan hafi sent stjórn í hendurnar og að þar hafi ekkert komið fram um kynferðislega áreitni. Stjórnarmenn Eyþings hafi svo reynt að þræta fyrir að hafa komið með ásakanirnar og hafi frásögn Péturs verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir dómi. Hann segir að vissulega hafi komið upp ágreiningur milli hans og umræddrar samstarfskonu en að hann hafi talið það mál að baki. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fyrrverandi formaður Eyþings, hafi hins vegar beðið konuna um að skrifa stjórninni bréf um samstarfsörðugleika við Pétur þannig að stjórnin „hefði eitthvað í höndunum til að koma honum frá“. Kostaði á fjórða tug milljóna Í frétt Morgunblaðsins segir að Pétur hann áætli að uppsögnin hafi í heildina kostað Eyþing á fjórða tug milljóna króna, ef saman er talin dómsáttin, kostnaður vegna þess tíma sem honum var meinað að mæta til vinnu vegna málsins auk áætlaðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns Eyþings. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Akureyri Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira