Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. mars 2020 12:00 Við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira