WHO segir faraldurinn ekki hafa náð hámarki Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 16:35 Sjóliðar hlúa að sýktum einstakling um borð í sjúkraskipinu USNS Mercy, sem liggur við bryggju í Los Angeles í Bandaríkjunum. AP/ERwin Jacob Miciano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar ekki hafa náð hámarki. Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi. Þá er ekkert útlit fyrir að lát sé á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Fjöldi staðfestra smita á heimsvísu nálgast tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa tæplega 122 þúsund manns dáið, svo vitað sé, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi í dag sagði Margaret Harris, talskona WHO, að þessa dagana kæmu um 90 prósent tilfella upp í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ljóst væri að hámarki faraldursins væri ekki náð. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.AP/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði mikilvægt að huga að ýmsum atriðum þegar kemur að því að létta á takmörkunum á ferðafrelsi og samkomubönnum. Allar ákvarðanir yrðu að byggja á því að vernda heilsu fólks og því sem vitað er um vírusinn. Lagði hann sömuleiðis fram viðmið sem ríki ættu að fara eftir varðandi það að draga úr félagsforðun. Fyrst og fremst verði að tryggja að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og tryggja stoðir heilbrigðiskerfa viðkomandi ríkja svo hægt sé að takast á við nýjar útbreiðslur. As the world approaches 2 million #COVID19 cases, @WHO is updating its global response strategy to support countries to save lives & stop the #coronavirus. The updated strategy summarizes what we ve learned & charts the way forward, incl criteria for lifting current restrictions. pic.twitter.com/uxhxJIbg0S— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 14, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15 Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar ekki hafa náð hámarki. Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi. Þá er ekkert útlit fyrir að lát sé á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Fjöldi staðfestra smita á heimsvísu nálgast tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa tæplega 122 þúsund manns dáið, svo vitað sé, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi í dag sagði Margaret Harris, talskona WHO, að þessa dagana kæmu um 90 prósent tilfella upp í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ljóst væri að hámarki faraldursins væri ekki náð. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.AP/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði mikilvægt að huga að ýmsum atriðum þegar kemur að því að létta á takmörkunum á ferðafrelsi og samkomubönnum. Allar ákvarðanir yrðu að byggja á því að vernda heilsu fólks og því sem vitað er um vírusinn. Lagði hann sömuleiðis fram viðmið sem ríki ættu að fara eftir varðandi það að draga úr félagsforðun. Fyrst og fremst verði að tryggja að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og tryggja stoðir heilbrigðiskerfa viðkomandi ríkja svo hægt sé að takast á við nýjar útbreiðslur. As the world approaches 2 million #COVID19 cases, @WHO is updating its global response strategy to support countries to save lives & stop the #coronavirus. The updated strategy summarizes what we ve learned & charts the way forward, incl criteria for lifting current restrictions. pic.twitter.com/uxhxJIbg0S— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 14, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15 Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15
Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49
Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01
Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09