WHO segir faraldurinn ekki hafa náð hámarki Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 16:35 Sjóliðar hlúa að sýktum einstakling um borð í sjúkraskipinu USNS Mercy, sem liggur við bryggju í Los Angeles í Bandaríkjunum. AP/ERwin Jacob Miciano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar ekki hafa náð hámarki. Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi. Þá er ekkert útlit fyrir að lát sé á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Fjöldi staðfestra smita á heimsvísu nálgast tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa tæplega 122 þúsund manns dáið, svo vitað sé, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi í dag sagði Margaret Harris, talskona WHO, að þessa dagana kæmu um 90 prósent tilfella upp í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ljóst væri að hámarki faraldursins væri ekki náð. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.AP/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði mikilvægt að huga að ýmsum atriðum þegar kemur að því að létta á takmörkunum á ferðafrelsi og samkomubönnum. Allar ákvarðanir yrðu að byggja á því að vernda heilsu fólks og því sem vitað er um vírusinn. Lagði hann sömuleiðis fram viðmið sem ríki ættu að fara eftir varðandi það að draga úr félagsforðun. Fyrst og fremst verði að tryggja að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og tryggja stoðir heilbrigðiskerfa viðkomandi ríkja svo hægt sé að takast á við nýjar útbreiðslur. As the world approaches 2 million #COVID19 cases, @WHO is updating its global response strategy to support countries to save lives & stop the #coronavirus. The updated strategy summarizes what we ve learned & charts the way forward, incl criteria for lifting current restrictions. pic.twitter.com/uxhxJIbg0S— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 14, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15 Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar ekki hafa náð hámarki. Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi. Þá er ekkert útlit fyrir að lát sé á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum. Fjöldi staðfestra smita á heimsvísu nálgast tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa tæplega 122 þúsund manns dáið, svo vitað sé, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi í dag sagði Margaret Harris, talskona WHO, að þessa dagana kæmu um 90 prósent tilfella upp í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ljóst væri að hámarki faraldursins væri ekki náð. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.AP/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði mikilvægt að huga að ýmsum atriðum þegar kemur að því að létta á takmörkunum á ferðafrelsi og samkomubönnum. Allar ákvarðanir yrðu að byggja á því að vernda heilsu fólks og því sem vitað er um vírusinn. Lagði hann sömuleiðis fram viðmið sem ríki ættu að fara eftir varðandi það að draga úr félagsforðun. Fyrst og fremst verði að tryggja að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og tryggja stoðir heilbrigðiskerfa viðkomandi ríkja svo hægt sé að takast á við nýjar útbreiðslur. As the world approaches 2 million #COVID19 cases, @WHO is updating its global response strategy to support countries to save lives & stop the #coronavirus. The updated strategy summarizes what we ve learned & charts the way forward, incl criteria for lifting current restrictions. pic.twitter.com/uxhxJIbg0S— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 14, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15 Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. 14. apríl 2020 15:15
Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Opinberar tölur ríkisins endurspegla eingöngu hve margir deyja á sjúkrahúsum en ekki hve margir deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. 14. apríl 2020 14:26
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49
Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01
Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. 7. apríl 2020 11:09