Íslenski boltinn

Blikar fóru illa með FH-inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Mikkelsen skoraði tvö mörk gegn FH.
Thomas Mikkelsen skoraði tvö mörk gegn FH. vísir/bára

Breiðablik vann öruggan sigur á FH, 1-4, í Skessunni í riðli 1 í Fótbolta.net mótinu í dag.

Blikar unnu alla þrjá leiki sína í riðli 1 með markatölunni 12-1. FH-ingar fengu hins vegar aðeins eitt stig í leikjunum þremur.

Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu á 52. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Benedikt Warén svo öðru marki við.

Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í 1-2 fyrir FH á 62. mínútu en Gísli Eyjólfsson skoraði þriðja mark Breiðabliks tólf mínútu síðar.

Mikkelsen skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark með skalla eftir hornspyrnu þegar níu mínútur voru til leiksloka.Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu góðum sigri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.