Erlent

Slóvenar segja far­aldurinn yfir­staðinn í landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúar í Ljúbljana á kaffihúsi við Ljubljanica-ána.
Íbúar í Ljúbljana á kaffihúsi við Ljubljanica-ána. Getty

Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu.

Örfá tilfelli hafa greinst í landinu síðustu daga en alls búa um tvær milljónir manna í Slóveníu.

Alls eru skráð tilfelli veirunnar 1.464 í landinu og eru 103 dauðsföll nú rakin til Covid-19.

Nú hefur verið ákveðið að opna landið að fullu fyrir gestum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og því þarf ekki að undirgangast tveggja vikna sóttkví ferðist maður til landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×