Villi skammaði áhorfendur í Gettu betur Andri Eysteinsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. mars 2020 22:15 Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir eru spurningahöfundar Gettu betur. RÚV Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins. Viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. „Ég vil biðja alla um að vera til fyrirmyndar hérna inni. Hérna erum við saman að skemmta okkur, þetta á að vera gaman og skemmtilegt. Hérna eru krakkar uppi á sviði sem eru búin að leggja ótrúlega mikið á sig og þau eiga skilið að blómstra hérna og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Vilhelm eftir að stuðningshópur Verzlunarskólans hafði sungið orðið „plastpokar“ hástöfum eftir að MR hafði svarað annarri vísbendingaspurningu keppninnar rétt. Söngur Verzlinganna var vísun í meint svindl MR-liðsins í viðureign þeirra gegn Kvennó en mikið var rætt um á samfélagsmiðlum og varð atvikið til að mynda kveikjan að greinaskrifum fyrrverandi keppanda Borgarholtsskóla um málið. MR bar þá sigurorð af Kvennaskólanum með einu stigi en í vísbendingaspurningahluta keppninnar virtist sem svo að áhorfandi hafi kallað til MR-liðsins og þau í kjölfarið breytt svari sínu úr frauðplast í plastpokar. Upp komu vangaveltur hvort um væri að ræða þjálfara MR-liðsins og var kallað eftir aðgerðum af hálfu RÚV þar sem sigur MR vannst með minnsta mun. Svo fór að úrslitin stóðu og MR-ingar komust því áfram í undanúrslitin sem fram fóru í kvöld.Menntaskólinn í Reykjavík vann að lokum öruggan sigur með 35 stigum gegn 22 stigum Verzlunarskólans. MR getur því tryggt sér sinn 21. hljóðnema í úrslitum Gettu betur næsta föstudag. Þar mun MR mæta firnasterku liði Borgarholtsskóla sem freistar þess að vinna sinn annan titil. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54 Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins. Viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. „Ég vil biðja alla um að vera til fyrirmyndar hérna inni. Hérna erum við saman að skemmta okkur, þetta á að vera gaman og skemmtilegt. Hérna eru krakkar uppi á sviði sem eru búin að leggja ótrúlega mikið á sig og þau eiga skilið að blómstra hérna og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Vilhelm eftir að stuðningshópur Verzlunarskólans hafði sungið orðið „plastpokar“ hástöfum eftir að MR hafði svarað annarri vísbendingaspurningu keppninnar rétt. Söngur Verzlinganna var vísun í meint svindl MR-liðsins í viðureign þeirra gegn Kvennó en mikið var rætt um á samfélagsmiðlum og varð atvikið til að mynda kveikjan að greinaskrifum fyrrverandi keppanda Borgarholtsskóla um málið. MR bar þá sigurorð af Kvennaskólanum með einu stigi en í vísbendingaspurningahluta keppninnar virtist sem svo að áhorfandi hafi kallað til MR-liðsins og þau í kjölfarið breytt svari sínu úr frauðplast í plastpokar. Upp komu vangaveltur hvort um væri að ræða þjálfara MR-liðsins og var kallað eftir aðgerðum af hálfu RÚV þar sem sigur MR vannst með minnsta mun. Svo fór að úrslitin stóðu og MR-ingar komust því áfram í undanúrslitin sem fram fóru í kvöld.Menntaskólinn í Reykjavík vann að lokum öruggan sigur með 35 stigum gegn 22 stigum Verzlunarskólans. MR getur því tryggt sér sinn 21. hljóðnema í úrslitum Gettu betur næsta föstudag. Þar mun MR mæta firnasterku liði Borgarholtsskóla sem freistar þess að vinna sinn annan titil.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54 Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54
Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10