Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 08:28 Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina. AP/Rahmat Gul Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020 Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31