Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið býður fram aðstöðu til að hægt sé að ljúka úrvalsdeildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Wembley í ítösku fánalitunum.
Wembley í ítösku fánalitunum. vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið hefur boðið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar afnot af þjóðarleikvangnum, Wembley, og æfingasvæði enska landsliðsins í St. George´s Park í Lundúnum.

Þetta herma heimildir dagblaðsins The Times en enska úrvalsdeildin er rekin sjálfstætt og því ekki stýrt af sömu aðilum og fara með stjórn knattspyrnusambandsins.

Alls óvíst er hvort, og þá með hvaða hætti, yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni verði kláruð. Ein sviðsmyndin er sú að spilað verði á fáum leikvöngum og þá yrði jafnvel fleiri en einn leikur á dag á hverjum velli, allt fyrir luktum dyrum.

Þar gæti Wembley nýst vel en samkvæmt sömu heimildum vonast forráðamenn deildarinnar eftir því að hægt verði að hefja leik í júní og ljúka tímabilinu á sex vikum. Níu heilar umferðir eru eftir af mótinu en einhver lið eiga 10 leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×