40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 12:32 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Vísir/Baldur Hrafnkell 40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira