Forsætisráðherra ber af sér ásakanir þingmanns um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 21:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín. Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín.
Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira