Fólki á leið í lúxusfrí vísað frá Frakklandi Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2020 09:14 Það er ekki margt um manninn á frönsku rivíerunni. Getty/Francois Lochon Franska lögreglan þurfti á dögunum að stöðva för tíu ferðamanna sem flogið höfðu á einkaþotu frá Lundúnum til Marseille. Hópurinn, sem samanstóð af sjö karlmönnum á fimmtugs- og sextugsaldri og þremur konum á þrítugsaldri, voru á leið til borgarinnar Cannes í suður-Frakklandi. Frönsku landamæralögreglunni var gert viðvart um tilraunir fólksins til að fljúga til landsins en útgöngubann er í gildi í Frakklandi vegna kórónuveirunnar. Hafa verið settar reglur sem banna óþarfa komur ferðamanna til landsins, eingöngu er þeim hleypt til landsins sem þangað eru komnir til þess að aðstoða í heilbrigðiskerfinu. Fólkinu var gert viðvart um að þeim yrði neituð innganga en flugvél þeirra lenti engu að síður í Marseille, þar beið þeirra þyrlufloti. CNN greinir frá því að einn mannana, króatískur viðskiptajöfur, hafi greint yfirvöldum frá því að hann hafi leigt þyrlurnar, einkaþotuna og glæsihýsi í Cannes. Hann ætti nóg af peningum og væri tilbúinn til að borga bara sekt og halda svo til Cannes. Djúpir vasar mannsins veittu honum enga sérmeðferð og var honum snúið rakleitt aftur til Lundúna. Fram kemur í frétt CNN að ekki hafi verið hægt að sekta fólkið þar sem það hafði í raun ekki verið komin inn í franska lögsögu. Aðra sögu er að segja af þyrluflugmönnunum sem höfðu ekki fengið ferðaleyfi en óþarfa ferðir eru bannaðar vegna kórónuveirunnar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Franska lögreglan þurfti á dögunum að stöðva för tíu ferðamanna sem flogið höfðu á einkaþotu frá Lundúnum til Marseille. Hópurinn, sem samanstóð af sjö karlmönnum á fimmtugs- og sextugsaldri og þremur konum á þrítugsaldri, voru á leið til borgarinnar Cannes í suður-Frakklandi. Frönsku landamæralögreglunni var gert viðvart um tilraunir fólksins til að fljúga til landsins en útgöngubann er í gildi í Frakklandi vegna kórónuveirunnar. Hafa verið settar reglur sem banna óþarfa komur ferðamanna til landsins, eingöngu er þeim hleypt til landsins sem þangað eru komnir til þess að aðstoða í heilbrigðiskerfinu. Fólkinu var gert viðvart um að þeim yrði neituð innganga en flugvél þeirra lenti engu að síður í Marseille, þar beið þeirra þyrlufloti. CNN greinir frá því að einn mannana, króatískur viðskiptajöfur, hafi greint yfirvöldum frá því að hann hafi leigt þyrlurnar, einkaþotuna og glæsihýsi í Cannes. Hann ætti nóg af peningum og væri tilbúinn til að borga bara sekt og halda svo til Cannes. Djúpir vasar mannsins veittu honum enga sérmeðferð og var honum snúið rakleitt aftur til Lundúna. Fram kemur í frétt CNN að ekki hafi verið hægt að sekta fólkið þar sem það hafði í raun ekki verið komin inn í franska lögsögu. Aðra sögu er að segja af þyrluflugmönnunum sem höfðu ekki fengið ferðaleyfi en óþarfa ferðir eru bannaðar vegna kórónuveirunnar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira