Fótbolti

Leikmenn Real Madrid taka á sig launalækkun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Real Madrid munu taka á sig launalækkun.
Leikmenn Real Madrid munu taka á sig launalækkun. EPA-EFE/JUANJO MARTIN

Leikmenn, þjálfarar og stjórnendur spænska stórliðsins Real Madrid hafa allir samþykkt launalækkun upp á tíu til tuttugu prósent. 

Gildir launalækkunin út árið 2020. Er þetta gert til að aðstoða félagið í gegnum þá erfiðu tíma en líkt og önnur íþróttafélög hefur Real orðið fyrir miklu fjárhagslegu tapi vegna kórónufaraldursins.

Samkvæmt BBC þá var ákvörðunin „tekin af leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum félagsins í sameiningu.“

Körfuknattleikseild lið Real Madrid mun einnig hafa samþykkt launalækkun.

Í síðasta mánuði kom fram að leikmenn Barcelona, erkifjenda Real, myndu taka á sig allt að 70% launalækkun til þess að annað starfsfólk félagsins fengi greitt laun á meðan hart væri í ári. Það eru þó ekki allir sáttir hjá Barcelona með þá ákvörðun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.