Fótbolti

Leikmenn Real Madrid taka á sig launalækkun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Real Madrid munu taka á sig launalækkun.
Leikmenn Real Madrid munu taka á sig launalækkun. EPA-EFE/JUANJO MARTIN

Leikmenn, þjálfarar og stjórnendur spænska stórliðsins Real Madrid hafa allir samþykkt launalækkun upp á tíu til tuttugu prósent. 

Gildir launalækkunin út árið 2020. Er þetta gert til að aðstoða félagið í gegnum þá erfiðu tíma en líkt og önnur íþróttafélög hefur Real orðið fyrir miklu fjárhagslegu tapi vegna kórónufaraldursins.

Samkvæmt BBC þá var ákvörðunin „tekin af leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum félagsins í sameiningu.“

Körfuknattleikseild lið Real Madrid mun einnig hafa samþykkt launalækkun.

Í síðasta mánuði kom fram að leikmenn Barcelona, erkifjenda Real, myndu taka á sig allt að 70% launalækkun til þess að annað starfsfólk félagsins fengi greitt laun á meðan hart væri í ári. Það eru þó ekki allir sáttir hjá Barcelona með þá ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×