Klopp leist ekkert á Mane þegar hann hitti hann fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 08:30 Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool liðinu en hann kom ekki vel fyrir þegar hann hitti Jürgen Klopp fyrst. Getty/Simon Stacpoole Jürgen Klopp segir að Sadio Mané hafi litið út „eins og rappari í startholunum“ þegar hann hitti hann fyrst en nú er hann einn af hans mikilvægustu leikmönnum í Liverpool liðinu. Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool síðustu ár og er ein af stærstu ástæðunum fyrir allri velgengni liðsins. Hann er ein af bestu kaupum Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool. Sadio Mané var líka inn í myndinni hjá Jürgen Klopp þegar Þjóðverjinn stýrði Dortmund á sínum tíma en ekkert varð að því að Mané kæmi þá til hans. Ástæðan var líklega fyrstu kynni þeirra tveggja en Klopp leist ekkert á Sadio Mane þegar hann hitti hann fyrst. Jürgen Klopp sagði frá fyrstu kynnum sínum af Mané í nýrri heimildarmynd um Senegalann sem heitir „Made In Senegal“ og kemur út í dag. 'He looked like a rapper starting out. I thought, "I don't have time for this"'Jurgen Klopp opens up on the first time he met Sadio Manehttps://t.co/BUmvGOSjNx pic.twitter.com/bnpcCrvGF5— MailOnline Sport (@MailSport) April 8, 2020 „Ég man þegar ég hitti Sadio fyrst. Það var í Dortmund. Þarna sat mjög ungur strákur. Hafnarboltahúfan hans var á ská og hann var líka með ljósu röndina sem hann er með í dag,“ Jürgen Klopp um fyrstu kynni þeirra. „Hann leit út eins og rappari í startholunum. Ég hugsaði: Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Liðið okkar þá var alls ekki slæmt. Ég þurfti á einhverjum að halda sem myndi ráða við það að vera ekki í byrjunarliðinu til að byrja með. Einhver sem ég gæti mótað,“ sagði Klopp. „Ég fæ vanalega réttu tilfinninguna fyrir fólki en þarna hafði ég rangt fyrir mér. Ég fylgdist samt áfram með ferli hans og velgengninni hjá Salzburg. Hann var síðan allt í öllu hjá Southampton,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp explains why he had a bad impression of Sadio Mane before signing him https://t.co/LqT6gsgzJ9 pic.twitter.com/5UPALf0d7j— Mirror Football (@MirrorFootball) April 8, 2020 Sadio Mané skoraði eftirminnilega tvennu á móti Liverpool í mars 2016 og þrennu á móti Manchester City seinna um voriuð. Liverpool keypti hann um sumarið fyrir 34 milljónir punda og gerði hann að dýrasta afríska fótboltamanninum. „Þetta gekk mjög vel. Sadio vildi jafnmikið vinna með mér og ég vildi vinna með honum. Við græddum því báðir,“ sagði Klopp. Sadio Mané hefur síðan skorað 77 mörk í 161 leik með Liverpool þar af 59 mörk í 118 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Jürgen Klopp segir að Sadio Mané hafi litið út „eins og rappari í startholunum“ þegar hann hitti hann fyrst en nú er hann einn af hans mikilvægustu leikmönnum í Liverpool liðinu. Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool síðustu ár og er ein af stærstu ástæðunum fyrir allri velgengni liðsins. Hann er ein af bestu kaupum Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool. Sadio Mané var líka inn í myndinni hjá Jürgen Klopp þegar Þjóðverjinn stýrði Dortmund á sínum tíma en ekkert varð að því að Mané kæmi þá til hans. Ástæðan var líklega fyrstu kynni þeirra tveggja en Klopp leist ekkert á Sadio Mane þegar hann hitti hann fyrst. Jürgen Klopp sagði frá fyrstu kynnum sínum af Mané í nýrri heimildarmynd um Senegalann sem heitir „Made In Senegal“ og kemur út í dag. 'He looked like a rapper starting out. I thought, "I don't have time for this"'Jurgen Klopp opens up on the first time he met Sadio Manehttps://t.co/BUmvGOSjNx pic.twitter.com/bnpcCrvGF5— MailOnline Sport (@MailSport) April 8, 2020 „Ég man þegar ég hitti Sadio fyrst. Það var í Dortmund. Þarna sat mjög ungur strákur. Hafnarboltahúfan hans var á ská og hann var líka með ljósu röndina sem hann er með í dag,“ Jürgen Klopp um fyrstu kynni þeirra. „Hann leit út eins og rappari í startholunum. Ég hugsaði: Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Liðið okkar þá var alls ekki slæmt. Ég þurfti á einhverjum að halda sem myndi ráða við það að vera ekki í byrjunarliðinu til að byrja með. Einhver sem ég gæti mótað,“ sagði Klopp. „Ég fæ vanalega réttu tilfinninguna fyrir fólki en þarna hafði ég rangt fyrir mér. Ég fylgdist samt áfram með ferli hans og velgengninni hjá Salzburg. Hann var síðan allt í öllu hjá Southampton,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp explains why he had a bad impression of Sadio Mane before signing him https://t.co/LqT6gsgzJ9 pic.twitter.com/5UPALf0d7j— Mirror Football (@MirrorFootball) April 8, 2020 Sadio Mané skoraði eftirminnilega tvennu á móti Liverpool í mars 2016 og þrennu á móti Manchester City seinna um voriuð. Liverpool keypti hann um sumarið fyrir 34 milljónir punda og gerði hann að dýrasta afríska fótboltamanninum. „Þetta gekk mjög vel. Sadio vildi jafnmikið vinna með mér og ég vildi vinna með honum. Við græddum því báðir,“ sagði Klopp. Sadio Mané hefur síðan skorað 77 mörk í 161 leik með Liverpool þar af 59 mörk í 118 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira