Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 14:41 Drífa Snædal forseti ASÍ kynnir tillögur sambandsins á fundi í Gerðarsafni klukkan 14. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands vill að hægt verði að nýta hlutabótaleiðina svokölluðu þangað til „þess er ekki lengur þörf“. Þá vill sambandið að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335 þúsund krónur þegar í stað, atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar, þar á meðal þess efnis að ríkið eignist hlut í fyrirtæki fari opinber stuðningur yfir 100 milljónir. Þetta er á meðal þess sem ASÍ lagði til á blaðamannafundi í Gerðarsafni nú á þriðja tímanum undir yfirskriftinni Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða. Þar kynnti sambandið tillögur sínar um aðgerðir til að bregðast við faraldri kórónuveiru, sem farið hefur hörðum höndum um efnahagslíf landsins. ASÍ vill að m.a. verði ráðist í svokallaðar bráðaaðgerðir sem eigi að koma í veg fyrir skyndiáföll vegna tekjumissis sem geta haft afleiðingar til langs tíma. „Þá þarf að skilyrða framlög til einkaaðila úr opinberum sjóðum til að vernda almannahag og hagsmuni komandi kynslóða,“ segir í tilkynningu ASÍ um málið. Afkomuvernd fyrir fólk í sóttkví og hærri húsaleigubætur Þannig leggur ASÍ til að ákvæði um hlutabætur atvinnuleysistrygginga sé virkt „þar til þess er ekki lengur þörf“. Núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði í boði til 1. ágúst næstkomandi. Þá vill sambandið að hópar sem hafa fallið utan laga um laun í sóttkví hljóti afkomuvernd þegar í stað. Einnig er lagt til að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Grunnatvinnuleysisbætur nú eru 289.510 krónur á mánuði miðað við 100% bótarétt. Þá verði komið í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Einnig öðlist leigjendur sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli tímabundinn rétt til hærri húsaleigubóta og að námsmönnum séu tryggðar atvinnuleysisbætur fái þeir ekki sumarstörf. Skilyrði sett fyrirtækjum ASÍ leggur jafnframt til að skýr skilyrði verði þegar í stað sett á allan opinberan stuðning við fyrirtæki á tímum kórónuveiru. Þau eru eftirfarandi: • Fjárhagsvandi sé kominn til vegna áhrifa COVID-19 kreppunnar. • Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. • Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. • Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutbréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. • Fyrirtæki hafi skilað inn skráningu yfir raunverulega eigendur samkvæmt lögum og að þau eða eigendur þeirra notist ekki við skattaskjól. • Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. • Fyrirtæki sem misnota úrræði stjórnvalda sæti viðurlögum. • Frumvarp um gjaldþrotaskipti til að stöðva kennitöluflakk verði lagt fram á Alþingi þegar í stað, í samræmi við fyrirheit stjórnvalda. • Nemi opinber stuðningur 100 milljónum króna eða meira eignist ríkið hlut í viðkomandi fyrirtæki til samræmis við framlag sitt. Hér að neðan má nálgast tillögurnar sem ASÍ kynnti á fundinum í heild. ASI-RettaLeidin-skjakynningPDF194KBSækja skjal ASI-RettaLeidin-baeklingurPDF206KBSækja skjal Kjaramál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vill að hægt verði að nýta hlutabótaleiðina svokölluðu þangað til „þess er ekki lengur þörf“. Þá vill sambandið að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335 þúsund krónur þegar í stað, atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar, þar á meðal þess efnis að ríkið eignist hlut í fyrirtæki fari opinber stuðningur yfir 100 milljónir. Þetta er á meðal þess sem ASÍ lagði til á blaðamannafundi í Gerðarsafni nú á þriðja tímanum undir yfirskriftinni Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða. Þar kynnti sambandið tillögur sínar um aðgerðir til að bregðast við faraldri kórónuveiru, sem farið hefur hörðum höndum um efnahagslíf landsins. ASÍ vill að m.a. verði ráðist í svokallaðar bráðaaðgerðir sem eigi að koma í veg fyrir skyndiáföll vegna tekjumissis sem geta haft afleiðingar til langs tíma. „Þá þarf að skilyrða framlög til einkaaðila úr opinberum sjóðum til að vernda almannahag og hagsmuni komandi kynslóða,“ segir í tilkynningu ASÍ um málið. Afkomuvernd fyrir fólk í sóttkví og hærri húsaleigubætur Þannig leggur ASÍ til að ákvæði um hlutabætur atvinnuleysistrygginga sé virkt „þar til þess er ekki lengur þörf“. Núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði í boði til 1. ágúst næstkomandi. Þá vill sambandið að hópar sem hafa fallið utan laga um laun í sóttkví hljóti afkomuvernd þegar í stað. Einnig er lagt til að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Grunnatvinnuleysisbætur nú eru 289.510 krónur á mánuði miðað við 100% bótarétt. Þá verði komið í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Einnig öðlist leigjendur sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli tímabundinn rétt til hærri húsaleigubóta og að námsmönnum séu tryggðar atvinnuleysisbætur fái þeir ekki sumarstörf. Skilyrði sett fyrirtækjum ASÍ leggur jafnframt til að skýr skilyrði verði þegar í stað sett á allan opinberan stuðning við fyrirtæki á tímum kórónuveiru. Þau eru eftirfarandi: • Fjárhagsvandi sé kominn til vegna áhrifa COVID-19 kreppunnar. • Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. • Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. • Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutbréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. • Fyrirtæki hafi skilað inn skráningu yfir raunverulega eigendur samkvæmt lögum og að þau eða eigendur þeirra notist ekki við skattaskjól. • Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. • Fyrirtæki sem misnota úrræði stjórnvalda sæti viðurlögum. • Frumvarp um gjaldþrotaskipti til að stöðva kennitöluflakk verði lagt fram á Alþingi þegar í stað, í samræmi við fyrirheit stjórnvalda. • Nemi opinber stuðningur 100 milljónum króna eða meira eignist ríkið hlut í viðkomandi fyrirtæki til samræmis við framlag sitt. Hér að neðan má nálgast tillögurnar sem ASÍ kynnti á fundinum í heild. ASI-RettaLeidin-skjakynningPDF194KBSækja skjal ASI-RettaLeidin-baeklingurPDF206KBSækja skjal
Kjaramál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent