Innlent

Kjartan L. Páls­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan L. Pálsson átti um tíma Íslandsmet í hólum í höggi.
Kjartan L. Pálsson átti um tíma Íslandsmet í hólum í höggi. Guðmundur Kr. Jóhannesson

Kjartan Lárus Pálsson, blaðamaður og fararstjóri, er látinn, áttræður að aldri.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að hann hafi andast á Landspítalanum síðastliðinn föstudag.

Kjartan starfaði meðal annars sem sjómaður, strætisvagna- og leigubílstjóri áður en hann fór í blaðamennsku. Skrifaði hann mikið um íþróttir og starfaði hann meðal annars fyrir Vísi, Tímann og DV.

Samhliða blaðamennsku starfaði Kjartan sem fararstjóri, fyrst hjá Samvinnuferðum-Landsýn og Úrvali-Útsýn.  Hann var sömuleiðis mikill áhugamaður um golfíþróttina og starfaði sem liðsstjóri unglinga- og karlalandsliðsins í golfi, auk þess að hann átti um tíma Íslandsmet yfir fjölda af holum í höggi.

Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jónínu S. Kristófersdóttur, tvö börn, fimm barnabörn og þrjú barnabarnabörn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.