Innlent

Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss

Kristján Már Unnarsson skrifar
Poula Kristín Buch ásamt dætrum sínum, Andreu og Sylvíu Sigurðardætrum, í viðtali við Stöð 2 í apríl 2010.
Poula Kristín Buch ásamt dætrum sínum, Andreu og Sylvíu Sigurðardætrum, í viðtali við Stöð 2 í apríl 2010. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2.

Meðal þeirra sem leituðu skjóls undan kolsvörtum öskumekkinum fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni á Heimalandi undir Eyjafjöllum var Poula Kristín Buch ásamt dætrum sínum, Andreu og Sylvíu, en þær lentu þá í viðtali á Stöð 2.

Poula og maður hennar, Sigurður Þór Þórhallsson, bjuggu ásamt dætrum sínum á Önundarhorni, þeirri bújörð sem varð fyrir mestu tjóni í sveitinni vegna eldgossins og varð niðurstaðan sú að þau hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll.

Poula og dæturnar í viðtali við Stöð 2 áratug síðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Áratug síðar rifja þær mæðgur upp þessa daga en öndunarfærasjúkdómar dætranna og fjölskylduföðursins, sem ágerðust vegna öskunnar, áttu einnig þátt í ákvörðun þeirra.

En þetta var ekki fyrsta eldgosið sem Pála þurfti að flýja. Hún rifjaði upp 23. janúar 1973 þegar hún var vakin upp af svefni um miðja nótt. Hún var þá bara fimm ára barn og þurfti að yfirgefa Heimaey í skyndi með foreldrum sínum. 

Hér má heyra frásögn hennar:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×