Erlent

Japanir hyggjast lýsa yfir neyðar­á­standi

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa 3.500 smit verið skráð í Japan og eru 85 dauðsföll rakin til Covid-19.
Alls hafa 3.500 smit verið skráð í Japan og eru 85 dauðsföll rakin til Covid-19. AP

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hyggst lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna faraldurs kórónuveiru.

Japanski fjölmiðillinn Yomiuri segir mögulegt að forsætisráðherrann geri það strax í kvöld og að það taki gildi á morgun.

Skráðum smitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó.

Lagabreytingar sem samþykktar voru í síðasta mánuði vegna hraðrar útbreiðslu veirunnar kveða á um að forsætisráðherrann geti lýst yfir neyðarástandi í landinu ef „mikil hætta“ stafi af sjúkdómnum eða ef útbreiðslan kunni að hafa gríðarleg áhrif á efnahagslíf landsins.

Neyðarlögin myndu veita ríkisstjórum í umdæmum þar sem útbreiðslan er sérstaklega mikil, heimild til að biðja fólk til að halda kyrru fyrir heima og fyrirtækjum að loka.

Alls hafa 3.500 smit verið skráð í Japan og eru 85 dauðsföll rakin til Covid-19.

Tilfelli á heimsvísu eru nú orðin tæplega 1,3 milljónir og dauðsföll rétt tæplega 70 þúsund. Flest tilfelli hafa eftir sem áður greinst í Bandaríkjunum, eða rúmlega 300 þúsund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.