Innlent

Tólf ný smit í Eyjum

Sylvía Hall skrifar
Fjórtán hafa náð bata í Vestmannaeyjum.
Fjórtán hafa náð bata í Vestmannaeyjum. Vísir/vilhelm

Um helgina greindust tólf einstaklingar til viðbótar með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Vestmannaeyjum. Allir nema einn greindust í skimun Íslenskrar erfðagreiningar.

Búið er að rannsaka 1200 af 1500 sýnum sem voru tekin í skimuninni og voru fjórir af þeim sem greindust í sóttkví og nokkrir einkennalausir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn.

Heilarfjöldi smita í Vestmannaeyjum er því nú orðinn 95. 157 eru í sóttkví og hafa fjórtán náð bata.

Brýnt er fyrir Eyjamönnum að fylgja reglum yfirvalda hvað varðar smitvarnir og takmarka samskipti eins og unnt er. Það sé árangursríkast að umgangast eins fáa og mögulegt er.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×