Sjáðu markið sem skaut Macheda upp á stjörnuhimininn fyrir 11 árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 20:15 Leikmenn Man Utd fagna eins og óðir væru eftir sigurmark Macheda fyrir 11 árum. EPA/MAGI HAROUN Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann