Sjáðu markið sem skaut Macheda upp á stjörnuhimininn fyrir 11 árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 20:15 Leikmenn Man Utd fagna eins og óðir væru eftir sigurmark Macheda fyrir 11 árum. EPA/MAGI HAROUN Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira