Sjáðu markið sem skaut Macheda upp á stjörnuhimininn fyrir 11 árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 20:15 Leikmenn Man Utd fagna eins og óðir væru eftir sigurmark Macheda fyrir 11 árum. EPA/MAGI HAROUN Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira
Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira