Sjáðu markið sem skaut Macheda upp á stjörnuhimininn fyrir 11 árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 20:15 Leikmenn Man Utd fagna eins og óðir væru eftir sigurmark Macheda fyrir 11 árum. EPA/MAGI HAROUN Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Sjá meira
Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Sjá meira