Sjáðu markið sem skaut Macheda upp á stjörnuhimininn fyrir 11 árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 20:15 Leikmenn Man Utd fagna eins og óðir væru eftir sigurmark Macheda fyrir 11 árum. EPA/MAGI HAROUN Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Í dag eru komin 11 ár síðan Ferico Macheda, 17 ára ungstirni í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark liðsins gegn Aston Villa en Man Utd háði þá harða baráttu við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn ítalski Macheda var á varamannabekknum þann 4. apríl 2009 er Aston Villa kom í heimsókn. Hann hafði skorað þrennu í varaliðsleik helgina áður og því ákvað Sir Alex Ferguson að gefa honum sæti á bekknum. Á þessum tímapunkti var United-liðið dottið niður í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal 4-1 gegn Liverpool á Old Trafford en liðið frá Bítlaborginni hafði komist á topp deildarinnar degi áður. Cristiano Ronaldo, líkt og svo oft áður, kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með mörkum frá John Carew og Gabriel Agbonlahor. Það var í kjölfar seinna marks Villa sem Sir Alex ákvað að henda Macheda inn á þegar tæpar 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Tuttugu mínútum síðar, þegar tíu mínútur lifðu leiks, jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu í leiknum. Undir lok leiks fékk varamaðurinn Danny Welbeck, þá 18 ára gamall, gott færi til að koma Man Utd yfir en Brad Friedel í marki gestanna varði meistaralega. Hefði Welbeck skorað hefði Macheda eflaust aldrei fengið sínar 15 sekúndur af frægð en þær komu skömmu síðar. Macheda, staðsettur inn í vítateig Aston Villa, fékk þá sendingu frá Ryan Giggs. Ítalinn snéri laglega á varnarmann gestanna og lagði knöttinn snyrtilega með hægri fæti í hægra hornið á marki Friedel sem kom engum vörnum við. Staðan orðin 3-2 og allt ætlaði um koll að keyra á Old Trafford. Reyndust það síðan lokatölur leiksins. That s it. That s the tweet.#MUFC #GoalOfTheDay pic.twitter.com/ESDM3FUvia— Manchester United (@ManUtd) April 5, 2020 Macheda var aftur á ferðinni er Man Utd vann Sunderland 2-1 í næstu umferð. Alls vann liðið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og titillinn því þeirra. Man Utd endaði með 90 stig á meðan Liverpool sat með sárt ennið í 2. sæti með 86 stig. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran snúning Macheda er þó aldrei að vita hvort liði Sir Alex hefði fatast flugið í kjölfar þess að vera án sigurs í þremur leikjum í röð. Ítalinn ungi náði því miður aldrei almennilegu flugi eftir þetta og lék hann aðeins 19 leiki fyrir félagið. Eftir að hafa verið lánaður til Sampdoria, VfB Stuttgart, Doncaster Rovers (tvisvar) og Birmingham City var hann seldur til Cardiff City árið 2014. Var það núverandi þjálfari Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, sem keypti hann yfir landamærin til Wales. Þaðan fór Macheda til Novara á Ítalíu en ekkert gekk upp. Var hann lánaður til Nottingham Forest áður en hann fór til Panathinaikos árið 2018. Þar er hann enn í dag og gengur ágætlega. Hefur hann skorað 22 mörk í 49 leikjum fyrir gríska úrvalsdeildarliðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira