Schmeichel valinn besti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 18:00 Peter Schmeichel er talinn besti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Match of the Day þríeykið Gary Lineker, Alan Shearer og Ian Wright, allt miklir markaskorar og enskir landsliðsmenn á sínum tíma, vildu vita hvað hinn almenni stuðningsmaður telur vera besta markvörð í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Gerðu þeir lista og leyfðu svo hlustendum MOTD hlaðvarpsins að velja en alls bárust 160 þúsund atkævði. BBC greinir frá. Þrír af þeim 10 markvörðum sem voru valdir eru enn að spila í deildinni. There have been plenty of match-saving goalkeepers to have played in the Premier League - but who is the greatest? This is how you voted: https://t.co/WpSd6DmYmB#bbcfootball pic.twitter.com/GfHgkObfjc— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2020 1. Peter Schmeichel (Manchester United, Aston Villa og Manchester City) Leikir í deildinni: 310 Haldið hreinu: 128 Daninn stóri og stæðilegi gerði garðinn frægan með Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar og var hann stór ástæða fyrir frábæru gengi liðsins. Var hann fyrirliði í fjarveru Roy Keane þegar liðið tryggði sér þrennuna árið 1999 með 2-1 sigri á Bayern Munich í úrslitum Meistaradeildarinnar. Gary Lineker: „Hann var besti markvörður sem ég spilaði gegn á mínum tíma í deildinni. Ótrúlegur markvörður.“Ian Wright: „Ég skoraði aðeins gegn honum í æfingaleikjum. Hann var eini markvörðurinn sem ég hugsaði um fyrir leiki, hann var það góður.“ 2. Petr Cech (Chelsea og Arsenal) Leikir í deildinni: 443 Haldið hreinu: 202 Maðurinn sem José Mourinho fékk til að múra fyrir markið sitt þegar hann kom fyrst til Englands. Sló Carlo Cudcini, einn besta markvörð deildarinnar á þeim tíma, strax úr liðinu og átti ótrúlegan feril í kjölfarið. Var á leiðinni að vera besti markvörður allra tíma þegar Stephen Hunt höfuðkúpubraut hann í leik Reading og Chelsea árið 2008. Lineker: „Cech hélt hreinu í næstum helming allra leikja sem hann lék í úrvalsdeildinni. Hann vann úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA bikarinn fimm sinnum, deildarbikarinn þrisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina, var fjórum sinnum sá markvörður sem hélt oftast hreinu og níu sinnum valinn besti leikmaður Tékklands.“ 3. Edwin van Der Sar (Fulham og Manchester United) Leikir í deildinni: 313 Haldið hreinu: 132 Lineker: „Van der Sar sýndi mikilvægi þess að hafa góðan markvörð í nútíma knattspyrnu þar sem Man Utd tók langan tíma í að finna arftaka Schmeichel.“Alan Shearer: „Við tölum um Alisson og Ederson og hvernig þeir hafa breytt markvörslu en Van der Sar gat spilað, enginn vafi á því að hann gat sent boltann jafn vel og hver annar.“Wright: „1311 mínútur án þess að fá sig mark, heimsmet.“ 4. David Seaman (Arsenal og Manchester City) Leikir í deildinni: 340 Haldið hreinu: 140 Lineker: „Hann er rólegasti markvörður sem ég hef hitt á ævinni.“Wright: „Frá því hann kom í búningsklefann í Arsenal þá var hann svo rólegur og hann gerði alla aðra rólega líka. Hann hjálpaði mér mikð á ferlinum.“ 5. David De Gea (Manchester United) Leikir í deildinni: 304 Haldið hreinu: 108 Shearer: „Mikið gagnrýndur þegar hann kom fyrst í deildina en hann hefur síðan snúið því við og var stórkostlegur í fleiri ár. Er þó að gera of mörg mistök sem stendur.“Wright: „Ég veit ekki hvar Man Utd væri án hans.“Lineker: „Sumar af markvörslunum hans eru einfaldlega út í hött.“ 6. Alisson (Liverpool) Leikir í deildinni: 58 Haldið hreinu: 31 Lineker: „Hefur verið ótrúlega góður og gjörsamlega umturnað Liverpool liðinu.“Shearer: „Alisson og Virgil van Dijk hafa breytt Liverpool liðinu algjörlega.“ 7. Ederson (Manchester City) Leikir í deild: 99 Haldið hreinu: 45 Shearer: „Frábær fyrir Man City. Hefur unnið titla og að hluta til breytt því hvernig markverðir þurfa að vera í dag.“ Shearer: „Hann er betri en sumir af útileikmönnunum sem ég spilaði með.“Wright: „Er með frábæra fótboltahæfileika.“ 8. Jens Lehman (Arsenal) Leikir í deild: 148 Haldið hreinu: 54 Wright: „Hann var leiðtogi í búningsklefanum.“ 9. Shay Given (Newcastle United) Leikir í deild: 451 Haldið hreinu: 113 Wright: „Var frábær í að verja skot og magnaður íþróttamaður.“Shearer: „Hann var magnaður atvinnumaður en ekki sá besti í fótunum.“ 10. David James (Liverpool, Aston Villa, West Ham United, Man City og Portsmouth) Leikir í deild: 572 Haldið hreinu: 169 Shearer: „Hann lék mörg hundruð leiki í deildinni og langt fram eftir aldri. Þú þarft að vera góður markvörður til að endast jafn lengi og hann gerði í ensku úrvalsdeildinni.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Match of the Day þríeykið Gary Lineker, Alan Shearer og Ian Wright, allt miklir markaskorar og enskir landsliðsmenn á sínum tíma, vildu vita hvað hinn almenni stuðningsmaður telur vera besta markvörð í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Gerðu þeir lista og leyfðu svo hlustendum MOTD hlaðvarpsins að velja en alls bárust 160 þúsund atkævði. BBC greinir frá. Þrír af þeim 10 markvörðum sem voru valdir eru enn að spila í deildinni. There have been plenty of match-saving goalkeepers to have played in the Premier League - but who is the greatest? This is how you voted: https://t.co/WpSd6DmYmB#bbcfootball pic.twitter.com/GfHgkObfjc— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2020 1. Peter Schmeichel (Manchester United, Aston Villa og Manchester City) Leikir í deildinni: 310 Haldið hreinu: 128 Daninn stóri og stæðilegi gerði garðinn frægan með Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar og var hann stór ástæða fyrir frábæru gengi liðsins. Var hann fyrirliði í fjarveru Roy Keane þegar liðið tryggði sér þrennuna árið 1999 með 2-1 sigri á Bayern Munich í úrslitum Meistaradeildarinnar. Gary Lineker: „Hann var besti markvörður sem ég spilaði gegn á mínum tíma í deildinni. Ótrúlegur markvörður.“Ian Wright: „Ég skoraði aðeins gegn honum í æfingaleikjum. Hann var eini markvörðurinn sem ég hugsaði um fyrir leiki, hann var það góður.“ 2. Petr Cech (Chelsea og Arsenal) Leikir í deildinni: 443 Haldið hreinu: 202 Maðurinn sem José Mourinho fékk til að múra fyrir markið sitt þegar hann kom fyrst til Englands. Sló Carlo Cudcini, einn besta markvörð deildarinnar á þeim tíma, strax úr liðinu og átti ótrúlegan feril í kjölfarið. Var á leiðinni að vera besti markvörður allra tíma þegar Stephen Hunt höfuðkúpubraut hann í leik Reading og Chelsea árið 2008. Lineker: „Cech hélt hreinu í næstum helming allra leikja sem hann lék í úrvalsdeildinni. Hann vann úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA bikarinn fimm sinnum, deildarbikarinn þrisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina, var fjórum sinnum sá markvörður sem hélt oftast hreinu og níu sinnum valinn besti leikmaður Tékklands.“ 3. Edwin van Der Sar (Fulham og Manchester United) Leikir í deildinni: 313 Haldið hreinu: 132 Lineker: „Van der Sar sýndi mikilvægi þess að hafa góðan markvörð í nútíma knattspyrnu þar sem Man Utd tók langan tíma í að finna arftaka Schmeichel.“Alan Shearer: „Við tölum um Alisson og Ederson og hvernig þeir hafa breytt markvörslu en Van der Sar gat spilað, enginn vafi á því að hann gat sent boltann jafn vel og hver annar.“Wright: „1311 mínútur án þess að fá sig mark, heimsmet.“ 4. David Seaman (Arsenal og Manchester City) Leikir í deildinni: 340 Haldið hreinu: 140 Lineker: „Hann er rólegasti markvörður sem ég hef hitt á ævinni.“Wright: „Frá því hann kom í búningsklefann í Arsenal þá var hann svo rólegur og hann gerði alla aðra rólega líka. Hann hjálpaði mér mikð á ferlinum.“ 5. David De Gea (Manchester United) Leikir í deildinni: 304 Haldið hreinu: 108 Shearer: „Mikið gagnrýndur þegar hann kom fyrst í deildina en hann hefur síðan snúið því við og var stórkostlegur í fleiri ár. Er þó að gera of mörg mistök sem stendur.“Wright: „Ég veit ekki hvar Man Utd væri án hans.“Lineker: „Sumar af markvörslunum hans eru einfaldlega út í hött.“ 6. Alisson (Liverpool) Leikir í deildinni: 58 Haldið hreinu: 31 Lineker: „Hefur verið ótrúlega góður og gjörsamlega umturnað Liverpool liðinu.“Shearer: „Alisson og Virgil van Dijk hafa breytt Liverpool liðinu algjörlega.“ 7. Ederson (Manchester City) Leikir í deild: 99 Haldið hreinu: 45 Shearer: „Frábær fyrir Man City. Hefur unnið titla og að hluta til breytt því hvernig markverðir þurfa að vera í dag.“ Shearer: „Hann er betri en sumir af útileikmönnunum sem ég spilaði með.“Wright: „Er með frábæra fótboltahæfileika.“ 8. Jens Lehman (Arsenal) Leikir í deild: 148 Haldið hreinu: 54 Wright: „Hann var leiðtogi í búningsklefanum.“ 9. Shay Given (Newcastle United) Leikir í deild: 451 Haldið hreinu: 113 Wright: „Var frábær í að verja skot og magnaður íþróttamaður.“Shearer: „Hann var magnaður atvinnumaður en ekki sá besti í fótunum.“ 10. David James (Liverpool, Aston Villa, West Ham United, Man City og Portsmouth) Leikir í deild: 572 Haldið hreinu: 169 Shearer: „Hann lék mörg hundruð leiki í deildinni og langt fram eftir aldri. Þú þarft að vera góður markvörður til að endast jafn lengi og hann gerði í ensku úrvalsdeildinni.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira