Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. apríl 2020 22:52 Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45
Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00