Capello leyfði leikmönnum að ráða hver færi í markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 22:15 Capello er vanur að ráða öllu en leyfði þó leikmönnum að ákveða hver stæði í búrinu á HM í Suður-Afríku. EPA/YURI KOCHETKOV Fabio Capello var landsliðsþjálfari Englands frá árunum 2007-2012. Á HM 2010 í Suður-Afríku leyfði hann leikmönnum sínum einfaldlega að velja sér hvaða markvörð þeir vildu fá í markið. Í fyrsta leik Englands í Suður-Afríku mættu þeir Bandaríkjunum. England var að vinna 1-0 þegar skammt var eftir af leiknum þegar Clint Dempsey átti laust skot beint á markið. Á einhvern ótrúlegan tókst Robert Green, markverði liðsins, ekki að grípa knötinn og inn fór hann. Lokatölur 1-1 og dýrmæt tvö stig í súginn hjá enska liðinu. Hvernig Green varði ekki slakt skot Dempsey er hulin ráðgáta enn þann dag í dag.Kevork Djansezian/Getty Images Fabio Capello er ekki mikið að fyrir mistök og ákvað strax að skipta Green út. Capello sagði honum að hann yrði bekkjaður í næsta leik og þar með var það ákveðið. Það átti hins vegar eftir að ákveða hver tæki stöðu hans í markinu. Valkostirnir voru David James, 39 ára gamall markvörður Portsmouth og elsti leikmaður mótsins eða Joe Hart, 23 ára gamall markvörður Manchester City sem hafði verið á láni hjá Birmingham City fyrir mót. „Ég spurði leikmennina, Hart eða Calamity? Ég valdi svo á endanum Calamity þar sem hann hafði traust leikmanna. John Terry og varnarmenn liðsins treystu honum frekar,“ sagði Capello í viðtali við Sid Lowe hjá The Guardian um málið. David ´Calamity´ James er sá er um ræðir en það er viðurnefni sem hann fékk á árum áður og greinilega það sem Capello notar þegar hann ræðir markvörðinn sem lék með ÍBV aðeins þremur árum eftir að HM lauk. ´Calamity´ er ekki jákvætt hugtak og var fékk James viðurnefnið vegna fjölda mistaka sem hann gerði á sínum yngri árum. Lauslega má þýða hugtakið sem hörmung eða skelfingu. Capello var ekki mikið fyrir að tala undir rós í S-Afríku en Green ásakar hann um að hafa sagt þriðjung leikmanna að þeir væru of þungir. Capello játti því. „Þeir komu svona til leiks. Maður útskýrir það einfaldlega og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þetta eru atvinnumenn.“ David James átti fína leiki í riðlakeppninni og hélt hreinu í báðum leikjunum gegn Alsír og Slóveníu. Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli og þeim síðari með 1-0 sigri Englands. Í útsláttarkeppninni var verkefnið hins vegar ærið. Sökum mistaka Green í fyrsta leik liðsins þá endaði England aðeins í 2. sæti riðilsins og mætti því Þjóðverjum í staðinn fyrir Ghana [sem vann Bandaríkin 2-1] í 16-liða úrslitum. Enginn David Beckham, enginn Rio Ferdinand og Wayne Rooney hafði verið að glíma við meiðsli fyrir mót. Fór það svo að Þjóðverjar unnu á endanum öruggan 4-1 sigur en leikurinn lifir þó í minningunni fyrir skelfileg dómaramistök sem Capello blótar enn þann dag í dag. Frank Lampard skoraði gull af marki en þar sem knötturinn skoppaði aftur út úr markinu þá sáu dómarar leiksins ekki að boltinn hefði farið yfir línuna. Var þetta áður en marklínutækni kom til sögunnar. Boltinn var augljóslega langt fyrir innan.Cameron Spencer/Getty Images Í stað þess að staðan væri orðin 2-2 rétt fyrir hálfleik fóru Þjóðverjar inn í hálfleikinn með 2-1 forystu og um miðbik síðari hálfleiks skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum og gerðu út um leikinn. England datt þar með úr leik á meðan Þjóðverjar fóru alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu 1-0 fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar. Þýskaland lagði svo Úrúgvæ 3-2 í leiknum um bronsið. Fótbolti Enski boltinn HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Fabio Capello var landsliðsþjálfari Englands frá árunum 2007-2012. Á HM 2010 í Suður-Afríku leyfði hann leikmönnum sínum einfaldlega að velja sér hvaða markvörð þeir vildu fá í markið. Í fyrsta leik Englands í Suður-Afríku mættu þeir Bandaríkjunum. England var að vinna 1-0 þegar skammt var eftir af leiknum þegar Clint Dempsey átti laust skot beint á markið. Á einhvern ótrúlegan tókst Robert Green, markverði liðsins, ekki að grípa knötinn og inn fór hann. Lokatölur 1-1 og dýrmæt tvö stig í súginn hjá enska liðinu. Hvernig Green varði ekki slakt skot Dempsey er hulin ráðgáta enn þann dag í dag.Kevork Djansezian/Getty Images Fabio Capello er ekki mikið að fyrir mistök og ákvað strax að skipta Green út. Capello sagði honum að hann yrði bekkjaður í næsta leik og þar með var það ákveðið. Það átti hins vegar eftir að ákveða hver tæki stöðu hans í markinu. Valkostirnir voru David James, 39 ára gamall markvörður Portsmouth og elsti leikmaður mótsins eða Joe Hart, 23 ára gamall markvörður Manchester City sem hafði verið á láni hjá Birmingham City fyrir mót. „Ég spurði leikmennina, Hart eða Calamity? Ég valdi svo á endanum Calamity þar sem hann hafði traust leikmanna. John Terry og varnarmenn liðsins treystu honum frekar,“ sagði Capello í viðtali við Sid Lowe hjá The Guardian um málið. David ´Calamity´ James er sá er um ræðir en það er viðurnefni sem hann fékk á árum áður og greinilega það sem Capello notar þegar hann ræðir markvörðinn sem lék með ÍBV aðeins þremur árum eftir að HM lauk. ´Calamity´ er ekki jákvætt hugtak og var fékk James viðurnefnið vegna fjölda mistaka sem hann gerði á sínum yngri árum. Lauslega má þýða hugtakið sem hörmung eða skelfingu. Capello var ekki mikið fyrir að tala undir rós í S-Afríku en Green ásakar hann um að hafa sagt þriðjung leikmanna að þeir væru of þungir. Capello játti því. „Þeir komu svona til leiks. Maður útskýrir það einfaldlega og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þetta eru atvinnumenn.“ David James átti fína leiki í riðlakeppninni og hélt hreinu í báðum leikjunum gegn Alsír og Slóveníu. Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli og þeim síðari með 1-0 sigri Englands. Í útsláttarkeppninni var verkefnið hins vegar ærið. Sökum mistaka Green í fyrsta leik liðsins þá endaði England aðeins í 2. sæti riðilsins og mætti því Þjóðverjum í staðinn fyrir Ghana [sem vann Bandaríkin 2-1] í 16-liða úrslitum. Enginn David Beckham, enginn Rio Ferdinand og Wayne Rooney hafði verið að glíma við meiðsli fyrir mót. Fór það svo að Þjóðverjar unnu á endanum öruggan 4-1 sigur en leikurinn lifir þó í minningunni fyrir skelfileg dómaramistök sem Capello blótar enn þann dag í dag. Frank Lampard skoraði gull af marki en þar sem knötturinn skoppaði aftur út úr markinu þá sáu dómarar leiksins ekki að boltinn hefði farið yfir línuna. Var þetta áður en marklínutækni kom til sögunnar. Boltinn var augljóslega langt fyrir innan.Cameron Spencer/Getty Images Í stað þess að staðan væri orðin 2-2 rétt fyrir hálfleik fóru Þjóðverjar inn í hálfleikinn með 2-1 forystu og um miðbik síðari hálfleiks skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum og gerðu út um leikinn. England datt þar með úr leik á meðan Þjóðverjar fóru alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu 1-0 fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar. Þýskaland lagði svo Úrúgvæ 3-2 í leiknum um bronsið.
Fótbolti Enski boltinn HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira