Capello leyfði leikmönnum að ráða hver færi í markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 22:15 Capello er vanur að ráða öllu en leyfði þó leikmönnum að ákveða hver stæði í búrinu á HM í Suður-Afríku. EPA/YURI KOCHETKOV Fabio Capello var landsliðsþjálfari Englands frá árunum 2007-2012. Á HM 2010 í Suður-Afríku leyfði hann leikmönnum sínum einfaldlega að velja sér hvaða markvörð þeir vildu fá í markið. Í fyrsta leik Englands í Suður-Afríku mættu þeir Bandaríkjunum. England var að vinna 1-0 þegar skammt var eftir af leiknum þegar Clint Dempsey átti laust skot beint á markið. Á einhvern ótrúlegan tókst Robert Green, markverði liðsins, ekki að grípa knötinn og inn fór hann. Lokatölur 1-1 og dýrmæt tvö stig í súginn hjá enska liðinu. Hvernig Green varði ekki slakt skot Dempsey er hulin ráðgáta enn þann dag í dag.Kevork Djansezian/Getty Images Fabio Capello er ekki mikið að fyrir mistök og ákvað strax að skipta Green út. Capello sagði honum að hann yrði bekkjaður í næsta leik og þar með var það ákveðið. Það átti hins vegar eftir að ákveða hver tæki stöðu hans í markinu. Valkostirnir voru David James, 39 ára gamall markvörður Portsmouth og elsti leikmaður mótsins eða Joe Hart, 23 ára gamall markvörður Manchester City sem hafði verið á láni hjá Birmingham City fyrir mót. „Ég spurði leikmennina, Hart eða Calamity? Ég valdi svo á endanum Calamity þar sem hann hafði traust leikmanna. John Terry og varnarmenn liðsins treystu honum frekar,“ sagði Capello í viðtali við Sid Lowe hjá The Guardian um málið. David ´Calamity´ James er sá er um ræðir en það er viðurnefni sem hann fékk á árum áður og greinilega það sem Capello notar þegar hann ræðir markvörðinn sem lék með ÍBV aðeins þremur árum eftir að HM lauk. ´Calamity´ er ekki jákvætt hugtak og var fékk James viðurnefnið vegna fjölda mistaka sem hann gerði á sínum yngri árum. Lauslega má þýða hugtakið sem hörmung eða skelfingu. Capello var ekki mikið fyrir að tala undir rós í S-Afríku en Green ásakar hann um að hafa sagt þriðjung leikmanna að þeir væru of þungir. Capello játti því. „Þeir komu svona til leiks. Maður útskýrir það einfaldlega og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þetta eru atvinnumenn.“ David James átti fína leiki í riðlakeppninni og hélt hreinu í báðum leikjunum gegn Alsír og Slóveníu. Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli og þeim síðari með 1-0 sigri Englands. Í útsláttarkeppninni var verkefnið hins vegar ærið. Sökum mistaka Green í fyrsta leik liðsins þá endaði England aðeins í 2. sæti riðilsins og mætti því Þjóðverjum í staðinn fyrir Ghana [sem vann Bandaríkin 2-1] í 16-liða úrslitum. Enginn David Beckham, enginn Rio Ferdinand og Wayne Rooney hafði verið að glíma við meiðsli fyrir mót. Fór það svo að Þjóðverjar unnu á endanum öruggan 4-1 sigur en leikurinn lifir þó í minningunni fyrir skelfileg dómaramistök sem Capello blótar enn þann dag í dag. Frank Lampard skoraði gull af marki en þar sem knötturinn skoppaði aftur út úr markinu þá sáu dómarar leiksins ekki að boltinn hefði farið yfir línuna. Var þetta áður en marklínutækni kom til sögunnar. Boltinn var augljóslega langt fyrir innan.Cameron Spencer/Getty Images Í stað þess að staðan væri orðin 2-2 rétt fyrir hálfleik fóru Þjóðverjar inn í hálfleikinn með 2-1 forystu og um miðbik síðari hálfleiks skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum og gerðu út um leikinn. England datt þar með úr leik á meðan Þjóðverjar fóru alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu 1-0 fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar. Þýskaland lagði svo Úrúgvæ 3-2 í leiknum um bronsið. Fótbolti Enski boltinn HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Fabio Capello var landsliðsþjálfari Englands frá árunum 2007-2012. Á HM 2010 í Suður-Afríku leyfði hann leikmönnum sínum einfaldlega að velja sér hvaða markvörð þeir vildu fá í markið. Í fyrsta leik Englands í Suður-Afríku mættu þeir Bandaríkjunum. England var að vinna 1-0 þegar skammt var eftir af leiknum þegar Clint Dempsey átti laust skot beint á markið. Á einhvern ótrúlegan tókst Robert Green, markverði liðsins, ekki að grípa knötinn og inn fór hann. Lokatölur 1-1 og dýrmæt tvö stig í súginn hjá enska liðinu. Hvernig Green varði ekki slakt skot Dempsey er hulin ráðgáta enn þann dag í dag.Kevork Djansezian/Getty Images Fabio Capello er ekki mikið að fyrir mistök og ákvað strax að skipta Green út. Capello sagði honum að hann yrði bekkjaður í næsta leik og þar með var það ákveðið. Það átti hins vegar eftir að ákveða hver tæki stöðu hans í markinu. Valkostirnir voru David James, 39 ára gamall markvörður Portsmouth og elsti leikmaður mótsins eða Joe Hart, 23 ára gamall markvörður Manchester City sem hafði verið á láni hjá Birmingham City fyrir mót. „Ég spurði leikmennina, Hart eða Calamity? Ég valdi svo á endanum Calamity þar sem hann hafði traust leikmanna. John Terry og varnarmenn liðsins treystu honum frekar,“ sagði Capello í viðtali við Sid Lowe hjá The Guardian um málið. David ´Calamity´ James er sá er um ræðir en það er viðurnefni sem hann fékk á árum áður og greinilega það sem Capello notar þegar hann ræðir markvörðinn sem lék með ÍBV aðeins þremur árum eftir að HM lauk. ´Calamity´ er ekki jákvætt hugtak og var fékk James viðurnefnið vegna fjölda mistaka sem hann gerði á sínum yngri árum. Lauslega má þýða hugtakið sem hörmung eða skelfingu. Capello var ekki mikið fyrir að tala undir rós í S-Afríku en Green ásakar hann um að hafa sagt þriðjung leikmanna að þeir væru of þungir. Capello játti því. „Þeir komu svona til leiks. Maður útskýrir það einfaldlega og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þetta eru atvinnumenn.“ David James átti fína leiki í riðlakeppninni og hélt hreinu í báðum leikjunum gegn Alsír og Slóveníu. Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli og þeim síðari með 1-0 sigri Englands. Í útsláttarkeppninni var verkefnið hins vegar ærið. Sökum mistaka Green í fyrsta leik liðsins þá endaði England aðeins í 2. sæti riðilsins og mætti því Þjóðverjum í staðinn fyrir Ghana [sem vann Bandaríkin 2-1] í 16-liða úrslitum. Enginn David Beckham, enginn Rio Ferdinand og Wayne Rooney hafði verið að glíma við meiðsli fyrir mót. Fór það svo að Þjóðverjar unnu á endanum öruggan 4-1 sigur en leikurinn lifir þó í minningunni fyrir skelfileg dómaramistök sem Capello blótar enn þann dag í dag. Frank Lampard skoraði gull af marki en þar sem knötturinn skoppaði aftur út úr markinu þá sáu dómarar leiksins ekki að boltinn hefði farið yfir línuna. Var þetta áður en marklínutækni kom til sögunnar. Boltinn var augljóslega langt fyrir innan.Cameron Spencer/Getty Images Í stað þess að staðan væri orðin 2-2 rétt fyrir hálfleik fóru Þjóðverjar inn í hálfleikinn með 2-1 forystu og um miðbik síðari hálfleiks skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum og gerðu út um leikinn. England datt þar með úr leik á meðan Þjóðverjar fóru alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu 1-0 fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar. Þýskaland lagði svo Úrúgvæ 3-2 í leiknum um bronsið.
Fótbolti Enski boltinn HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira