Erlent

Keir Star­mer er nýr for­maður Verka­manna­flokksins

Eiður Þór Árnason skrifar
Keir Starmer var í dag valinn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins. 
Keir Starmer var í dag valinn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins.  EPA/ANDY RAIN

Keir Starmer hefur verið kjörinn næsti formaður breska Verkamannaflokksins. 

Starmer sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá árinu 2015 bar sigur úr býtum í formannskjöri og hlaut 56 prósent atkvæða. Næst á eftir komu þingmennirnir Rebecca Long-Bailey með tæp 28 prósent og Lisa Nandy með 16 prósent atkvæða. 

Hinn 57 ára gamli lögfræðingur tekur við af Jeremy Corbyn sem tilkynnti um afsögn sína eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningum í desember á síðasta ári.

Starmer segist ætla að leiða flokkinn inn í nýja tíma og baðst afsökunar á gyðingahatri sem hafi sett mark sitt á flokkinn undanfarin ár. Hann lofaði að „rífa þetta eitur í burtu með rótum“ og sagði að dæma mætti árangur hans út frá því hvort gyðingar sem hafi yfirgefið flokkinn myndu sjá sér fært að snúa aftur.

Eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar í dag óskaði hinn nýi leiðtogi eftir fundi með Boris Johnson forsætisráðherra til að ræða stöðu kórónuveirufaraldursins.

Rétt rúmlega 490 þúsund manns greiddu atkvæði í formannskjörinu af 784 þúsund atkvæðabærum flokksmönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×