30 dagar í Pepsi Max: 62 ár síðan að efsta deildin byrjaði síðast í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 12:00 Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu, spilaði opnunarleikirnn þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hófst síðan í júnímánuði. Getty/S&G/PA Images Það gerðist síðast á sjötta áratug síðustu aldar að Íslandsmótið í knattspyrnu hófst eftir 1. júní. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða það hvenær Íslandsmótið í knattspyrnu var síðast sett í júnímánuði líkt og það er gert í ár vegna COVID-19. Days without football: 5 8 When a 17-year-old Pele helped Brazil win their first-ever World Cup trophy back in 1958 pic.twitter.com/2GjY3NBLaX— B/R Football (@brfootball) May 9, 2020 Þegar Íslandsmótið var sett á gamla Melavellinum 19. júní 1958 þá hafði Pele ekki enn skorað mark á heimsmeistaramóti, John F. Kennedy var enn bara öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, framtíðar Bítlarnir John Lennon, Paul McCartney og George Harrison voru enn í hljómsveitinni Quarrymen, Ásgeir Ásgeirsson var forseti Íslands og Albert Guðmundsson var enn að spila í íslensku deildinni. Íslandsmótið 1958 var síðasta tímabilið þar sem var leikin bara einföld umferð en frá og með sumrinu 1959 léku liðin heima og að heiman. Fyrsti leikurinn sumarið 1958 var á milli Skagamanna og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar en Albert Guðmundsson var þarna kominn heim úr atvinnumennsku og var spilandi þjálfari hjá ÍBH. Þórður Þórðarson, faðir Ólafs og Teits, var í skotskónum í þessum leik og skoraði öll þrjú mörkin í 3-1 sigri ÍA-liðsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Það gerðist síðast á sjötta áratug síðustu aldar að Íslandsmótið í knattspyrnu hófst eftir 1. júní. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða það hvenær Íslandsmótið í knattspyrnu var síðast sett í júnímánuði líkt og það er gert í ár vegna COVID-19. Days without football: 5 8 When a 17-year-old Pele helped Brazil win their first-ever World Cup trophy back in 1958 pic.twitter.com/2GjY3NBLaX— B/R Football (@brfootball) May 9, 2020 Þegar Íslandsmótið var sett á gamla Melavellinum 19. júní 1958 þá hafði Pele ekki enn skorað mark á heimsmeistaramóti, John F. Kennedy var enn bara öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, framtíðar Bítlarnir John Lennon, Paul McCartney og George Harrison voru enn í hljómsveitinni Quarrymen, Ásgeir Ásgeirsson var forseti Íslands og Albert Guðmundsson var enn að spila í íslensku deildinni. Íslandsmótið 1958 var síðasta tímabilið þar sem var leikin bara einföld umferð en frá og með sumrinu 1959 léku liðin heima og að heiman. Fyrsti leikurinn sumarið 1958 var á milli Skagamanna og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar en Albert Guðmundsson var þarna kominn heim úr atvinnumennsku og var spilandi þjálfari hjá ÍBH. Þórður Þórðarson, faðir Ólafs og Teits, var í skotskónum í þessum leik og skoraði öll þrjú mörkin í 3-1 sigri ÍA-liðsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira