Wuhan-veiran dreifist hratt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 07:09 Ökumaður vespu í Wuhan með grímu fyrir vitunum. Talið er að veira eigin upptök sín í borginni. Getty/Stringer Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54
Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28