Erlent

Forseti Líberíu lýsir yfir neyðarástandi

Vanþekking og trú á hindurvitni hafa aukið á vandamálið.
Vanþekking og trú á hindurvitni hafa aukið á vandamálið. Mynd/AP
Forseti Líberíu, Ellen Johnson Sirleaf, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í nokkrum Vestur-Afríkuríkjum. Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar sagði hún að vanþekking almennings á sjúkdómnum auk ýmissa trúarsiða sem tíðkist í landinu hafi orðið til þess að auka á vandann.

Algengt er að ættingjar þeirra sem smitist haldi þeim heimavið í stað þess að flytja strax á sjúkrahús þar sem hægt sé að koma þeim í einangrun. Neyðarástandið mun standa í 90 daga hið minnsta og gefa lögreglu og öðrum yfirvöldum aukin völd til þess að tækla vandamálið.

Að minnsta kosti 280 hafa látist af völdum ebólu í Líberíu frá því faraldurinn braust út fyrir nokkrum vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×