Stoke og Newcastle fögnuðu dramatískum sigri í kvöld þegar það þurfti að framlengja tvo leiki í 3. umferð enska deildarbikarsins. Leikur Stoke og Tottenham fór alla leið í áttundu umferð í vítakeppni.
Thomas Sorensen tryggði Stoke sæti í næstu umferð þegar hann varði vítaspyrnu Massimo Luongo en Stoke vann vítakeppnina 7-6 þar sem liðin þurftu að taka átta spyrnur. Roman Pavlyuchenko skaut yfir úr annarri spyrnu Tottenham eftir að Jermaine Pennant hafði skotið í slá úr öðru víti Stoke.
Fabricio Coloccini tryggði Newcastle dramatískan 4-3 sigur á Nottingham Forrest með því að skora sigurmarkið á lokamínútu framlengingarinnar en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.
Newcastle hafði komist þrisvar áður yfir í leiknum en Forrest-menn náðu alltaf að jafna metin. Peter Løvenkrands skoraði tvö fyrstu mörk Newcastle en Danny Simpson kom þeim í 3-2 í upphafi framlengingarinnar.
Vítakeppnin á Britannia Stadium:
1-0 Jonathan Walters
1-1 Jermain Defoe
Jermaine Pennant skaut í slá
Roman Pavlyuchenko skaut yfir
2-1 Glenn Whelan.
2-2 Andros Townsend
3-2 Marc Wilson
3-3 Vedran Corluka
4-3 Peter Crouch
4-4 Younes Kaboul
5-4 Matthew Etherington
5-5 Jake Livermore
6-5 Matthew Upson
6-6 Tommy Carroll
7-6 Ryan Shotton
Massimo Luongo lætur Thomas Sorensen verja frá sér
Öll úrslit og markaskorarar í enska deildarbikarnum í kvöld:
Aldershot Town - Rochdale 2-1
0-1 Ashley Grimes (45.), 1-1 Michael Rankine (47.), 2-1 Daniel Hylton (78.)
Arsenal - Shrewsbury Town 3-1
0-1 James Collins (16.), 1-1 Kieran Gibbs (33.), 2-1 Alex Oxlade-Chamberlain (58.), 3-1 Yossi Benayoun (78.)
Aston Villa - Bolton 0-2
0-1 Chris Eagles (54.), 0-2 Gaël Kakuta (77.)
Burnley - Milton Keynes Dons 2-1
0-1 Daniel Powell (6.), 1-1 Kieran Trippier (59.), 2-1 Andre Bikey (90.)
Leeds United - Manchester United 0-3
0-1 Michael Owen (15.), 0-2 Michael Owen (32.), 0-3 Ryan Giggs (45.)
Nottingham Forest - Newcastle 3-4 (2-2, framlengt)
0-1 Peter Løvenkrands (39.), 1-1 Robbie Findley (46.), 1-2 Peter Løvenkrands (60.), 2-2 Matt Derbyshire (66.), 2-3 Danny Simpson (93.), 3-3 Marcus Tudgay (113.), 3-4 Fabricio Coloccini (120.)
Stoke - Tottenham 0-0 (7-6 í vítakeppni)
Wolves - Millwall 5-0
1-0 David Edwards (3.), 2-0 Adam Hammill (7.), 3-0 George Elokobi (38.), 4-0 James Spray (77.), 5-0 Adlene Guedioura (88.)
Blackburn - Leyton Orient 3-2
1-0 Jason Roberts (44.), 1-1 David Mooney (64.), 2-1 Rubén Rochina (70.), 3-1 Simon Vukcevic (76.), 3-2 Dean Cox (86.)
Crystal Palace - Middlesbrough 2-1
1-0 Wilfred Zaha (18.). 2-0 Calvin Andrew (52.), 2-1 Merouane Zemmama (55.)

