Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:18 Verkfall félagsmanna Eflingar hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira