Hirðingjar í Namibíu fá vatnsból 12. júní 2007 12:00 MYND/Gunnar Salvarsson Stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur samþykkt að ráðast í að bora fyrir 33 nýjum vatnsbólum í heimkynnum Himba í norðvesturhluta Afríku. Himbar eru hirðingjar sem eru mikið á faraldsfæti með nautgripahjarðir sínar að leita uppi vatn og beitilönd og munu vatnsbólin auka lífsgæðin og gera hirðingjum fært að hafa lengur fasta búsetu en nú tíðkast, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, verkefnastjóra Þróunarsamvinnustofnunar. Að sögn Stefáns Jóns er strjálbýlt í héraðinu og að það einkennist af dreifðum þyrpingum húsa þar sem sækja verði vatn um langan veg. Ennfremur sé margs konar þjónusta af skornum skammti. „Fasta búsetan er forsenda fyrir því að hægt sé að efla leikskólastarf meðal Himba," segir Stefán Jón, „en ÞSSÍ hefur þegar komið upp fjórum leikskólum í tjöldum til að gefa börnum Himba tækifæri til að taka fyrstu skrefin á menntabraut. Engin hefð er fyrir slíku meðal hirðingja. Hugmyndin er að útvíkka leikskólaverkefnið þegar vatnsbólin verða tilbúin." Stefán Jón segir að heimamenn á hverjum stað fái þjálfun í viðhaldi brunna og tilsögn í því að reka framkvæmdanefnd fyrir hvert vatnsból. Vatnsbólin verða því í eign og umsjá heimamanna í framtíðinni og viðhald á þeirra ábyrgð. Starfsmenn ÞSSÍ í Namibíu, þeir Vilhjálmur Wiium umdæmisstjóri og Stefán Jón Hafstein verkefnisstjóri, sáu með eigin augum þörfina fyrir bætt vatnsból þegar þeir voru á ferð á þessum slóðum fyrr á árinu að því er segir í tilkynningu frá stofnuninni. Regnvatni hafði verið safnað í dæld til að brynna nautgripum. Stórar hjarðir stóðu út í vatninu, en jafnframt sóttu konur þangað vatn til að nota til heimilishalds og elda graut handa börnum í nærliggjandi leikskóla. Á öðrum stað mátti sjá hvernig ein borhola sem ÞSSÍ lét gera í fyrra skilaði tæru og fersku vatni bæði til dýra og manna. Ætlunin er að verkefninu ljúki á árinu 2010. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur samþykkt að ráðast í að bora fyrir 33 nýjum vatnsbólum í heimkynnum Himba í norðvesturhluta Afríku. Himbar eru hirðingjar sem eru mikið á faraldsfæti með nautgripahjarðir sínar að leita uppi vatn og beitilönd og munu vatnsbólin auka lífsgæðin og gera hirðingjum fært að hafa lengur fasta búsetu en nú tíðkast, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, verkefnastjóra Þróunarsamvinnustofnunar. Að sögn Stefáns Jóns er strjálbýlt í héraðinu og að það einkennist af dreifðum þyrpingum húsa þar sem sækja verði vatn um langan veg. Ennfremur sé margs konar þjónusta af skornum skammti. „Fasta búsetan er forsenda fyrir því að hægt sé að efla leikskólastarf meðal Himba," segir Stefán Jón, „en ÞSSÍ hefur þegar komið upp fjórum leikskólum í tjöldum til að gefa börnum Himba tækifæri til að taka fyrstu skrefin á menntabraut. Engin hefð er fyrir slíku meðal hirðingja. Hugmyndin er að útvíkka leikskólaverkefnið þegar vatnsbólin verða tilbúin." Stefán Jón segir að heimamenn á hverjum stað fái þjálfun í viðhaldi brunna og tilsögn í því að reka framkvæmdanefnd fyrir hvert vatnsból. Vatnsbólin verða því í eign og umsjá heimamanna í framtíðinni og viðhald á þeirra ábyrgð. Starfsmenn ÞSSÍ í Namibíu, þeir Vilhjálmur Wiium umdæmisstjóri og Stefán Jón Hafstein verkefnisstjóri, sáu með eigin augum þörfina fyrir bætt vatnsból þegar þeir voru á ferð á þessum slóðum fyrr á árinu að því er segir í tilkynningu frá stofnuninni. Regnvatni hafði verið safnað í dæld til að brynna nautgripum. Stórar hjarðir stóðu út í vatninu, en jafnframt sóttu konur þangað vatn til að nota til heimilishalds og elda graut handa börnum í nærliggjandi leikskóla. Á öðrum stað mátti sjá hvernig ein borhola sem ÞSSÍ lét gera í fyrra skilaði tæru og fersku vatni bæði til dýra og manna. Ætlunin er að verkefninu ljúki á árinu 2010.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira