Rekstrarhalli Landspítalans nemur rúmum átta hundruð milljónum króna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:14 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Stöð2/Egill Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56