Enski boltinn

Van der Vaart: Ég átti frábært tímabil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van der Vaart fagnar með Spurs.
Van der Vaart fagnar með Spurs.
Hollendingurinn Rafael van der Vaart er afar ánægður með nýliðið tímabil hjá Tottenham þó svo liðinu hafi ekki tekist að komast í Meistaradeildina.

"Ég átti ekki von á að okkur myndi ganga svona vel. Ég átti líka frábært tímabil," sagði Van der Vaart.

"Þetta var upp og niður en ég skoraði 15 mörk, liðið lék vel og við skiluðum fínni frammistöðu í Meistaradeildinni.

"Auðvitað er fúlt að hafa ekki náð einu af fjórum efstu sætunum í deildinni en þetta var samt frábært tímabil. Þannig að ég er virkilega ánægður með árið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×