Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á blaðamannafundinum í gær. Getty/Drew Angerer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira