Flugfarþegum fækkar í Svíþjóð Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 17:55 Fækkunin hefur verið sett í samhengi við aukna umhverfismeðvitund. Vísir/Getty Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvellina fækkað um fjögur prósent milli ára. Á vef BBC segir að slík fækkun sé afar sjaldgæf miðað við undanfarin hjá Evrópuþjóðum og er hún sett í samhengi við svokallaða „flugskömmun“ eða flugviskubit sem vísar til kolefnisfótspors slíkra ferða, sem fólk verður æ meðvitaðra um. Talsmaður Swedavia, rekstraraðila flugvallarins, segir þó fleiri ástæður liggja að baki þróuninni. Nefnir hann til að mynda hærri flugskatta í Svíþjóð og veikingu sænsku krónunnar en segir þó loftslagsbreytingar og aukna umræðu um mengun einnig geta haft áhrif. Sífellt fleiri hafa ákveðið að ferðast án þess að fljúga og má þar nefna loftslagsaðgerðarsinnan Gretu Thunberg sem vakti mikla athygli þegar hún ferðaðist yfir Atlantshafið með skútu til þess að mæta á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Fleiri hafa ákveðið að taka Gretu sér til fyrirmyndar og hafa tæplega 23 þúsund manns skrifað undir áskorun um að fljúga ekkert árið 2020. Sérfræðingar hjá fjárfestingabankanum Citigroup sagði áhrif aukinnar umræðu um loftslagsmál og breyttar neysluvenjur vera áþreifanleg í Svíþjóð. Þá gæti slíkt haft veruleg áhrif á framtíðarhorfur flugiðnaðarins. Þrátt fyrir fækkun flugfarþega í Svíþjóð virðist þróunin vera önnur í öðrum Evrópuríkjum. Ferðamönnum fjölgaði um hundrað milljónir innan Evrópusambandsins milli áranna 2017 og 2018 og um átta milljónir í Bretlandi á sama tímabili. Fréttir af flugi Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvellina fækkað um fjögur prósent milli ára. Á vef BBC segir að slík fækkun sé afar sjaldgæf miðað við undanfarin hjá Evrópuþjóðum og er hún sett í samhengi við svokallaða „flugskömmun“ eða flugviskubit sem vísar til kolefnisfótspors slíkra ferða, sem fólk verður æ meðvitaðra um. Talsmaður Swedavia, rekstraraðila flugvallarins, segir þó fleiri ástæður liggja að baki þróuninni. Nefnir hann til að mynda hærri flugskatta í Svíþjóð og veikingu sænsku krónunnar en segir þó loftslagsbreytingar og aukna umræðu um mengun einnig geta haft áhrif. Sífellt fleiri hafa ákveðið að ferðast án þess að fljúga og má þar nefna loftslagsaðgerðarsinnan Gretu Thunberg sem vakti mikla athygli þegar hún ferðaðist yfir Atlantshafið með skútu til þess að mæta á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Fleiri hafa ákveðið að taka Gretu sér til fyrirmyndar og hafa tæplega 23 þúsund manns skrifað undir áskorun um að fljúga ekkert árið 2020. Sérfræðingar hjá fjárfestingabankanum Citigroup sagði áhrif aukinnar umræðu um loftslagsmál og breyttar neysluvenjur vera áþreifanleg í Svíþjóð. Þá gæti slíkt haft veruleg áhrif á framtíðarhorfur flugiðnaðarins. Þrátt fyrir fækkun flugfarþega í Svíþjóð virðist þróunin vera önnur í öðrum Evrópuríkjum. Ferðamönnum fjölgaði um hundrað milljónir innan Evrópusambandsins milli áranna 2017 og 2018 og um átta milljónir í Bretlandi á sama tímabili.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira