Flugfarþegum fækkar í Svíþjóð Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 17:55 Fækkunin hefur verið sett í samhengi við aukna umhverfismeðvitund. Vísir/Getty Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvellina fækkað um fjögur prósent milli ára. Á vef BBC segir að slík fækkun sé afar sjaldgæf miðað við undanfarin hjá Evrópuþjóðum og er hún sett í samhengi við svokallaða „flugskömmun“ eða flugviskubit sem vísar til kolefnisfótspors slíkra ferða, sem fólk verður æ meðvitaðra um. Talsmaður Swedavia, rekstraraðila flugvallarins, segir þó fleiri ástæður liggja að baki þróuninni. Nefnir hann til að mynda hærri flugskatta í Svíþjóð og veikingu sænsku krónunnar en segir þó loftslagsbreytingar og aukna umræðu um mengun einnig geta haft áhrif. Sífellt fleiri hafa ákveðið að ferðast án þess að fljúga og má þar nefna loftslagsaðgerðarsinnan Gretu Thunberg sem vakti mikla athygli þegar hún ferðaðist yfir Atlantshafið með skútu til þess að mæta á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Fleiri hafa ákveðið að taka Gretu sér til fyrirmyndar og hafa tæplega 23 þúsund manns skrifað undir áskorun um að fljúga ekkert árið 2020. Sérfræðingar hjá fjárfestingabankanum Citigroup sagði áhrif aukinnar umræðu um loftslagsmál og breyttar neysluvenjur vera áþreifanleg í Svíþjóð. Þá gæti slíkt haft veruleg áhrif á framtíðarhorfur flugiðnaðarins. Þrátt fyrir fækkun flugfarþega í Svíþjóð virðist þróunin vera önnur í öðrum Evrópuríkjum. Ferðamönnum fjölgaði um hundrað milljónir innan Evrópusambandsins milli áranna 2017 og 2018 og um átta milljónir í Bretlandi á sama tímabili. Fréttir af flugi Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Sjá meira
Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvellina fækkað um fjögur prósent milli ára. Á vef BBC segir að slík fækkun sé afar sjaldgæf miðað við undanfarin hjá Evrópuþjóðum og er hún sett í samhengi við svokallaða „flugskömmun“ eða flugviskubit sem vísar til kolefnisfótspors slíkra ferða, sem fólk verður æ meðvitaðra um. Talsmaður Swedavia, rekstraraðila flugvallarins, segir þó fleiri ástæður liggja að baki þróuninni. Nefnir hann til að mynda hærri flugskatta í Svíþjóð og veikingu sænsku krónunnar en segir þó loftslagsbreytingar og aukna umræðu um mengun einnig geta haft áhrif. Sífellt fleiri hafa ákveðið að ferðast án þess að fljúga og má þar nefna loftslagsaðgerðarsinnan Gretu Thunberg sem vakti mikla athygli þegar hún ferðaðist yfir Atlantshafið með skútu til þess að mæta á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Fleiri hafa ákveðið að taka Gretu sér til fyrirmyndar og hafa tæplega 23 þúsund manns skrifað undir áskorun um að fljúga ekkert árið 2020. Sérfræðingar hjá fjárfestingabankanum Citigroup sagði áhrif aukinnar umræðu um loftslagsmál og breyttar neysluvenjur vera áþreifanleg í Svíþjóð. Þá gæti slíkt haft veruleg áhrif á framtíðarhorfur flugiðnaðarins. Þrátt fyrir fækkun flugfarþega í Svíþjóð virðist þróunin vera önnur í öðrum Evrópuríkjum. Ferðamönnum fjölgaði um hundrað milljónir innan Evrópusambandsins milli áranna 2017 og 2018 og um átta milljónir í Bretlandi á sama tímabili.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Sjá meira