Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 18:59 Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23
„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30