„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Sigrún Jónsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:30 Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagsmál Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun