Souness vildi ekki fá Cantona til Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 18:00 Eric Cantona fagnar einu þriggja marka sinna í leik Leeds United og Liverpool um Samfélagsskjöldinn 1992. vísir/getty Greame Souness hafnaði því að fá Eric Cantona til Liverpool árið 1991. Skömmu síðar gekk Frakkinn í raðir Leeds United. Eftir 3-0 sigur Liverpool á Auxerre í UEFA-bikarnum í nóvember 1991 kom Michel Platini, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, að máli við Souness og hvatti hann til að semja við Cantona. Hann var þá í tveggja mánaða banni eftir að hafa kastað bolta í dómara í leik með Nimes. „Eftir leikinn gegn Auxerre var maður fyrir utan sem sagðist vera góður félagi minn. Það var Michel Platini. Ég hafði reyndar bara einu sinni hitt hann, þegar ég lék með Sampdoria og hann með Juventus,“ sagði Souness í The Football Show á Sky Sports. „Hann kom inn og sagðist vera með leikmann fyrir mig. Hann væri vandræðagemsi í Frakklandi en gríðarlega hæfileikaríkur og fullkominn fyrir Liverpool.“ Souness, sem var þarna á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki tilbúinn að taka áhættuna á Cantona. „Ég sagði við hann ég ætti fullt í fangi með að gera breytingar hjá Liverpool og hreinsa til. Menn streittust á móti og ég væri að reyna að ná klefanum á mitt band. Það síðasta sem ég þyrfti væri annar umdeildur karakter,“ sagði Souness. „Síðan fór Eric á reynslu til Sheffield Wednesday og svo til Leeds United. Framhaldið þekkja svo allir.“ Cantona varð Englandsmeistari með Leeds 1992 en gekk svo í raðir Manchester United þá um haustið. Þar vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Souness hætti sem stjóri Liverpool í janúar 1994. Við starfi hans tók Roy Evans. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Greame Souness hafnaði því að fá Eric Cantona til Liverpool árið 1991. Skömmu síðar gekk Frakkinn í raðir Leeds United. Eftir 3-0 sigur Liverpool á Auxerre í UEFA-bikarnum í nóvember 1991 kom Michel Platini, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, að máli við Souness og hvatti hann til að semja við Cantona. Hann var þá í tveggja mánaða banni eftir að hafa kastað bolta í dómara í leik með Nimes. „Eftir leikinn gegn Auxerre var maður fyrir utan sem sagðist vera góður félagi minn. Það var Michel Platini. Ég hafði reyndar bara einu sinni hitt hann, þegar ég lék með Sampdoria og hann með Juventus,“ sagði Souness í The Football Show á Sky Sports. „Hann kom inn og sagðist vera með leikmann fyrir mig. Hann væri vandræðagemsi í Frakklandi en gríðarlega hæfileikaríkur og fullkominn fyrir Liverpool.“ Souness, sem var þarna á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki tilbúinn að taka áhættuna á Cantona. „Ég sagði við hann ég ætti fullt í fangi með að gera breytingar hjá Liverpool og hreinsa til. Menn streittust á móti og ég væri að reyna að ná klefanum á mitt band. Það síðasta sem ég þyrfti væri annar umdeildur karakter,“ sagði Souness. „Síðan fór Eric á reynslu til Sheffield Wednesday og svo til Leeds United. Framhaldið þekkja svo allir.“ Cantona varð Englandsmeistari með Leeds 1992 en gekk svo í raðir Manchester United þá um haustið. Þar vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Souness hætti sem stjóri Liverpool í janúar 1994. Við starfi hans tók Roy Evans.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira