Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 31. maí 2018 15:00 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þykir bæði snjall og harður í horn að taka Vísir/Getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum. Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum.
Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21