Gylfi: Frábært fyrir gamlan United stuðningsmann að skora sigurmark á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2017 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar hann skoraði sigurmarkið í leik á móti Liverpool á Anfield. Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við Gylfa í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hann var alltaf inni. Ég var ekki að fara að klúðra þessu,“ sagði Gylfi um það þegar hann sá boltann rúlla til síns. Gylfi skoraði markið á 74. mínútu en Swansea hafði áður misst niður 2-0 forystu. „Það var frábært fyrir gamlan Manchester United stuðningsmann að skora sigurmark á Anfield. Það skemmdi heldur ekki fyrir að við þurftum virkilega á öllum þremur stigunum að halda. Þetta var mjög gott, “ sagði Gylfi sem hefur ekkert falið leynt með það að hann hélt með Manchester United á sínum yngri árum.Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil hjá velska liðinu sem hefur sitið í fallsæti stærsta hluta tímabilsins. „Ég lýg því ekkert að þetta er búið að vera mjög erfitt og mjög langur vegur. Það er búið að ganga illa og félagið er búið að skipta um tvo stjóra, “ sagði Gylfi. „Þegar maður er að fara í gegnum tímabil þegar það er erfitt að fá sigra þá fer maður að hugsa hvenær við komum til með að vinna leiki. Það var því gríðarlega mikilvægt að vinna Crystal Palace tvisvar sinnum yfir jóla og áramót, “ sagði Gylfi. „Svo kemur þessi sigur á móti Liverpool sem gefur liðinu sjálfstraust,“ segir Gylfi en sigurmarkið hans kom upp fyrir Crystal Palace, Hull og Sunderland og þar með upp úr fallsæti. Gylfi hefur skorað 6 mörk og gefið 6 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Gylfi hefur átt þátt í marki í síðustu fjórum sigurleikjum og alls skoraði 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í þeim. „Við áttum frábæran leik á móti Liverpool og þá sérstaklega í varnarleiknum. Þeir voru kannski ekki upp á sitt besta en að geta þetta á útivelli sýnir það að við eigum möguleika í þessi lið í kringum okkur og þá sérstaklega á heimavelli, “ sagði Gylfi.Tom Carroll fagnar Gylfa eftir markið.Vísir/Getty„Ef við spilum áfram þennan fótbolta sem við vorum að gera á móti Liverpool og Crystal Palace þá ættum við að geta safnað nóg af stigum til þess að halda okkur í deildinni,“ sagði Gylfi en kom ekki til greina hjá honum að fara fram Swansea í janúarglugganum. „Ekki hjá mér persónulega. Ég veit alveg af því að það hefur verið mikið fjallað um það og verið að skrifa um hitt og þetta. Ég er bara ánægður hér og búinn að koma mér vel fyrir hjá Swansea. Ég er að spila alla leiki og er því ekkert að hlaupa í burtu,“ sagði Gylfi. „Ég hef sagt það í fullt af viðtölum að ég vil ekki falla úr deildinni. Ég er því með hundrað prósent einbeitingu á þetta tímabil hjá Swansea. Ég ætla að reyna að hjálpa liðinu að halda sér í deildinni,“ sagði Gylfi. Það er hægt að heyra allt viðtalið við Gylfa í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi skaut Swansea úr fallsæti á Anfield | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea sem vann óvæntan 3-2 sigur á Liverpool á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. janúar 2017 14:30 Keown: Sigurðsson er frábær leikmaður Arsenal-goðsögnin Martin Keown hrósaði Gylfa Þór Sigurðsson í Match of the Day þættinum á BBC og segir Swansea eiga möguleika á að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 22. janúar 2017 15:30 Sjáðu sigurmark Gylfa á Anfield og metamark Rooney Gylfi Þór Sigurðsson var hetja botnliðs Swansea sem vann ótrúlegan sigur á Liverpool á Anfield. 22. janúar 2017 12:00 Gylfi í 17. sæti hjá Telegraph: Mundu að hann spilar með Swansea Telegraph er með veglega úttekt á 20 bestu leikmönnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa. 20. janúar 2017 12:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar hann skoraði sigurmarkið í leik á móti Liverpool á Anfield. Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við Gylfa í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hann var alltaf inni. Ég var ekki að fara að klúðra þessu,“ sagði Gylfi um það þegar hann sá boltann rúlla til síns. Gylfi skoraði markið á 74. mínútu en Swansea hafði áður misst niður 2-0 forystu. „Það var frábært fyrir gamlan Manchester United stuðningsmann að skora sigurmark á Anfield. Það skemmdi heldur ekki fyrir að við þurftum virkilega á öllum þremur stigunum að halda. Þetta var mjög gott, “ sagði Gylfi sem hefur ekkert falið leynt með það að hann hélt með Manchester United á sínum yngri árum.Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil hjá velska liðinu sem hefur sitið í fallsæti stærsta hluta tímabilsins. „Ég lýg því ekkert að þetta er búið að vera mjög erfitt og mjög langur vegur. Það er búið að ganga illa og félagið er búið að skipta um tvo stjóra, “ sagði Gylfi. „Þegar maður er að fara í gegnum tímabil þegar það er erfitt að fá sigra þá fer maður að hugsa hvenær við komum til með að vinna leiki. Það var því gríðarlega mikilvægt að vinna Crystal Palace tvisvar sinnum yfir jóla og áramót, “ sagði Gylfi. „Svo kemur þessi sigur á móti Liverpool sem gefur liðinu sjálfstraust,“ segir Gylfi en sigurmarkið hans kom upp fyrir Crystal Palace, Hull og Sunderland og þar með upp úr fallsæti. Gylfi hefur skorað 6 mörk og gefið 6 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Gylfi hefur átt þátt í marki í síðustu fjórum sigurleikjum og alls skoraði 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í þeim. „Við áttum frábæran leik á móti Liverpool og þá sérstaklega í varnarleiknum. Þeir voru kannski ekki upp á sitt besta en að geta þetta á útivelli sýnir það að við eigum möguleika í þessi lið í kringum okkur og þá sérstaklega á heimavelli, “ sagði Gylfi.Tom Carroll fagnar Gylfa eftir markið.Vísir/Getty„Ef við spilum áfram þennan fótbolta sem við vorum að gera á móti Liverpool og Crystal Palace þá ættum við að geta safnað nóg af stigum til þess að halda okkur í deildinni,“ sagði Gylfi en kom ekki til greina hjá honum að fara fram Swansea í janúarglugganum. „Ekki hjá mér persónulega. Ég veit alveg af því að það hefur verið mikið fjallað um það og verið að skrifa um hitt og þetta. Ég er bara ánægður hér og búinn að koma mér vel fyrir hjá Swansea. Ég er að spila alla leiki og er því ekkert að hlaupa í burtu,“ sagði Gylfi. „Ég hef sagt það í fullt af viðtölum að ég vil ekki falla úr deildinni. Ég er því með hundrað prósent einbeitingu á þetta tímabil hjá Swansea. Ég ætla að reyna að hjálpa liðinu að halda sér í deildinni,“ sagði Gylfi. Það er hægt að heyra allt viðtalið við Gylfa í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi skaut Swansea úr fallsæti á Anfield | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea sem vann óvæntan 3-2 sigur á Liverpool á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. janúar 2017 14:30 Keown: Sigurðsson er frábær leikmaður Arsenal-goðsögnin Martin Keown hrósaði Gylfa Þór Sigurðsson í Match of the Day þættinum á BBC og segir Swansea eiga möguleika á að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 22. janúar 2017 15:30 Sjáðu sigurmark Gylfa á Anfield og metamark Rooney Gylfi Þór Sigurðsson var hetja botnliðs Swansea sem vann ótrúlegan sigur á Liverpool á Anfield. 22. janúar 2017 12:00 Gylfi í 17. sæti hjá Telegraph: Mundu að hann spilar með Swansea Telegraph er með veglega úttekt á 20 bestu leikmönnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa. 20. janúar 2017 12:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Gylfi skaut Swansea úr fallsæti á Anfield | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea sem vann óvæntan 3-2 sigur á Liverpool á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. janúar 2017 14:30
Keown: Sigurðsson er frábær leikmaður Arsenal-goðsögnin Martin Keown hrósaði Gylfa Þór Sigurðsson í Match of the Day þættinum á BBC og segir Swansea eiga möguleika á að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 22. janúar 2017 15:30
Sjáðu sigurmark Gylfa á Anfield og metamark Rooney Gylfi Þór Sigurðsson var hetja botnliðs Swansea sem vann ótrúlegan sigur á Liverpool á Anfield. 22. janúar 2017 12:00
Gylfi í 17. sæti hjá Telegraph: Mundu að hann spilar með Swansea Telegraph er með veglega úttekt á 20 bestu leikmönnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa. 20. janúar 2017 12:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti