Leicester rifjar upp mark Jóhannesar Karls frá miðju: „Betra en hjá Beckham“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 23:30 Jóhannes Karl lék með Leicester í tvö ár, tæplega 80 leiki. vísir/getty Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira