Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 12:15 Þrátt fyrir að börn Bandaríkjaforseta reki nú Trump-fyrirtækin á hann þau ennþá og hagnast á þeim. Vísir/Getty Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur stefnt fyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta og krafist gagna sem tengjast meðal annars Rússlandi. Demókratar á Bandaríkjaþingi fullyrða að gögn sýni að fyrirtækið hafi átt í samningaviðræðum við rússneskan banka sem bandarísk stjórnvöld beittu refsiaðgerðum.New York Times greinir frá því að Robert Mueller, sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegt samráð þeirra við framboð Trump, hafi sent stefnurnar út undanfarnar vikur. Þetta sé í fyrsta skipti sem vitað er um að hann óski eftir upplýsingum sem tengjast viðskiptaveldi forsetans. Ekki liggur fyrir hvers vegna Mueller stefndi fyrirtækinu til að fá gögnin afhent frekar en að biðja einfaldlega um þau. Trump-fyrirtækið hefur fram að þessu orðið við beiðnum þingnefnda um skjöl í tengslum við rannsóknir þeirra á afskiptum Rússa af kosningunum. Alan Futerfas, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir að ekkert hafi breyst í þeim efnum. Fyrirtækið vinni enn með rannsakendum. Sömu sögu sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, um samvinnu Trump forseta með rannsakendum. Trump hefur áður sagt að hann dragi mörkin við að Mueller rannsaki fjármál hans eða fjölskyldu hans. Hann sagði hins vegar ekki hvernig hann myndi bregðast við færi Mueller yfir þau mörk.Viðræður við rússneskan banka í kosningabaráttunni Á meðal þeirra nefnda á Bandaríkjaþingi sem hafa rannsakað afskipti Rússa er leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar. Repúblikanar sem eru í meirihluta í nefndinni tilkynntu hins vegar í byrjun vikunnar að þeir hefðu lokið rannsóknarvinnunni. Niðurstaða þeirra væri að engar vísbendingar væru um samráð á milli framboðs Trump og Rússa. Demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina um að ljúka rannsókn nefndarinnar harðlega. Þeir hafa viljað kalla til mun fleiri vitni og eru ósáttir við að repúblikanar hafi neitað að gefa út stefnur til að krefjast gagna. Í minnisblaði sem demókratar í leyniþjónustunefndinni skrifuðu fullyrða þeir að vísbendingar séu um að Trump-fyrirtækið, sem er félag sem heldur utan um hin ýmsu fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar, hafi átt í viðræðum um viðskiptasamning við VTB-bankann í Moskvu á meðan kosningabaráttan stóð yfir árið 2016, að því er segir í frétt The Guardian.Trump vildi ekki upplýsa um fjármál sín í kosningabaráttunni. Hagsmunanet hans er enn ógegnsætt nú þegar hann gegnir embætti forseta Bandaríkjanna.Vísir/GettyVTB-bankinn var einn þeirra sem refsiaðgerðir bandarískra stjórnvalda náðu yfir. Blaðið segir ekki ljóst á hvaða heimildum demókratar byggi fullyrðingar sínar. Áður hefur þó verið greint frá tölvupóstum þar sem Felix Sater, viðskiptafélagi Trump, til fjölda ára hafi stært sig af því að hafa útvegað fjármögnun frá VTB fyrir byggingu Trump-turns í Moskvu. Aldrei varð af byggingu hans. Trump hefur ætíð neitað því að hann eða fyrirtæki hans hafi haft nokkuð saman að sælda við Rússa, hvorki í formi samninga né skulda.Fjármál Trump-fyrirtækjanna á huldu Vísbendingar hafa verið um að rannsakendur Mueller beini nú sjónum sínum í auknum mæli að áhrifum erlends fjármagns á forsetaframboð Trump. Þannig hafa bandarískir fjölmiðlar sagt frá því að líbansk-amerískur athafnamaður hafi unnið með rannsakendunum undanfarið. Sá hefur unnið sem ráðgjafi fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vitni hafi verið spurð um möguleg framlög þaðan til framboðsins. New York Times segir að Trump-fyrirtækið sé ekki skráð á markaði og erfitt sé því að greina hvaðan fjármögnun þess kemur og hvar það ávaxtar pund sitt. Í kosningabarátunni neitaði Trump sjálfur að opinbera skattaskýrslur sínar. Hann hefur heldur ekki afsalað sér fyrirtækjunum þrátt fyrir að hann hafi falið börnunum sínum að stýra þeim á meðan hann gegnir embætti forseta. Þetta hefur vakið upp fjölda spurninga um mögulega hagsmunaárekstra forsetans. Nú síðast í þessari viku var greint frá því að hagsmunasamtök olíuframleiðenda hefðu haldið stjórnarfund á hóteli í eigu Trump í Washington-borg. Þegar henni lauk fengu forsvarsmenn þeirra áheyrn hjá forsetanum sjálfum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur stefnt fyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta og krafist gagna sem tengjast meðal annars Rússlandi. Demókratar á Bandaríkjaþingi fullyrða að gögn sýni að fyrirtækið hafi átt í samningaviðræðum við rússneskan banka sem bandarísk stjórnvöld beittu refsiaðgerðum.New York Times greinir frá því að Robert Mueller, sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegt samráð þeirra við framboð Trump, hafi sent stefnurnar út undanfarnar vikur. Þetta sé í fyrsta skipti sem vitað er um að hann óski eftir upplýsingum sem tengjast viðskiptaveldi forsetans. Ekki liggur fyrir hvers vegna Mueller stefndi fyrirtækinu til að fá gögnin afhent frekar en að biðja einfaldlega um þau. Trump-fyrirtækið hefur fram að þessu orðið við beiðnum þingnefnda um skjöl í tengslum við rannsóknir þeirra á afskiptum Rússa af kosningunum. Alan Futerfas, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir að ekkert hafi breyst í þeim efnum. Fyrirtækið vinni enn með rannsakendum. Sömu sögu sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, um samvinnu Trump forseta með rannsakendum. Trump hefur áður sagt að hann dragi mörkin við að Mueller rannsaki fjármál hans eða fjölskyldu hans. Hann sagði hins vegar ekki hvernig hann myndi bregðast við færi Mueller yfir þau mörk.Viðræður við rússneskan banka í kosningabaráttunni Á meðal þeirra nefnda á Bandaríkjaþingi sem hafa rannsakað afskipti Rússa er leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar. Repúblikanar sem eru í meirihluta í nefndinni tilkynntu hins vegar í byrjun vikunnar að þeir hefðu lokið rannsóknarvinnunni. Niðurstaða þeirra væri að engar vísbendingar væru um samráð á milli framboðs Trump og Rússa. Demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina um að ljúka rannsókn nefndarinnar harðlega. Þeir hafa viljað kalla til mun fleiri vitni og eru ósáttir við að repúblikanar hafi neitað að gefa út stefnur til að krefjast gagna. Í minnisblaði sem demókratar í leyniþjónustunefndinni skrifuðu fullyrða þeir að vísbendingar séu um að Trump-fyrirtækið, sem er félag sem heldur utan um hin ýmsu fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar, hafi átt í viðræðum um viðskiptasamning við VTB-bankann í Moskvu á meðan kosningabaráttan stóð yfir árið 2016, að því er segir í frétt The Guardian.Trump vildi ekki upplýsa um fjármál sín í kosningabaráttunni. Hagsmunanet hans er enn ógegnsætt nú þegar hann gegnir embætti forseta Bandaríkjanna.Vísir/GettyVTB-bankinn var einn þeirra sem refsiaðgerðir bandarískra stjórnvalda náðu yfir. Blaðið segir ekki ljóst á hvaða heimildum demókratar byggi fullyrðingar sínar. Áður hefur þó verið greint frá tölvupóstum þar sem Felix Sater, viðskiptafélagi Trump, til fjölda ára hafi stært sig af því að hafa útvegað fjármögnun frá VTB fyrir byggingu Trump-turns í Moskvu. Aldrei varð af byggingu hans. Trump hefur ætíð neitað því að hann eða fyrirtæki hans hafi haft nokkuð saman að sælda við Rússa, hvorki í formi samninga né skulda.Fjármál Trump-fyrirtækjanna á huldu Vísbendingar hafa verið um að rannsakendur Mueller beini nú sjónum sínum í auknum mæli að áhrifum erlends fjármagns á forsetaframboð Trump. Þannig hafa bandarískir fjölmiðlar sagt frá því að líbansk-amerískur athafnamaður hafi unnið með rannsakendunum undanfarið. Sá hefur unnið sem ráðgjafi fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vitni hafi verið spurð um möguleg framlög þaðan til framboðsins. New York Times segir að Trump-fyrirtækið sé ekki skráð á markaði og erfitt sé því að greina hvaðan fjármögnun þess kemur og hvar það ávaxtar pund sitt. Í kosningabarátunni neitaði Trump sjálfur að opinbera skattaskýrslur sínar. Hann hefur heldur ekki afsalað sér fyrirtækjunum þrátt fyrir að hann hafi falið börnunum sínum að stýra þeim á meðan hann gegnir embætti forseta. Þetta hefur vakið upp fjölda spurninga um mögulega hagsmunaárekstra forsetans. Nú síðast í þessari viku var greint frá því að hagsmunasamtök olíuframleiðenda hefðu haldið stjórnarfund á hóteli í eigu Trump í Washington-borg. Þegar henni lauk fengu forsvarsmenn þeirra áheyrn hjá forsetanum sjálfum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31