Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 12:31 Erik Prince stofnaði öryggisfyrirtækið umdeilda Blackwater sem vann meðal annars fyrir bandarísk stjórnvöld í Írak. Hann hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Vísir/Getty Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00