Innlent

Framtíð Icelandair á bláþræði og aðgerðir stjórnvalda í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar

Sandurinn rennur hratt úr tímaglasi Icelandair sem stefnir í gjaldþrot ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til bjargar fyrirtækinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að björgun fyrirtækisins, en það hefur m.a. sagt að semja þurfi um laun starfsmanna fyrir 22. maí.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir mjög kostnaðarsamar aðgerðir ríkisins vegna kórónuveirunnar þrengja mikið að möguleikum ríkissjóðs í framtíðinni.Stöð 2/Einar

Bjarni ræðir einnig um nýjustu aðgerðir stjórnvalda og áhif þeirra í heild á stöðu ríkissjóðs í framtíðinni og getu hans eða getuleysi til nýrra útgjalda á næstu árum.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar verður einnig gestur Víglínunnar í dag. Hún er tilbúin með frumvarp sem girðir fyrir að fyrirtæki nýti að óþörfu aðgerðir ríkisstjórnarinnar og eins ef þau hafa tengsl við aflandsfyrirtæki.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar gagnrýnir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga harðlega.Stöð 2/Einar

Frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga verður einnig til umræðu en Helga Vala segir frumvarpið loka algerlega fyrir að tiltekinn hópur flóttamanna í neyð fái afgreiðslu sinna mála á Íslandi og verði sjálfkrafa sendir á brott.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og á Vísi klukkan 17:40 og fer fer í framhaldinu inn á sjónvarpshluta Vísis.


Tengdar fréttir

Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.